Ferfaldur sigur KR meyja á Pepsi unglingamóti Víkings
18. desember 2025

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í meyjaflokki
Fjórar stúlkur frá KR skipuðu sér á verðlaunapall í Pepsi unglingamóti Víkings, sem var haldið í TBR-húsinu 6. desember.
Guðbjörg Vala Gunnardóttir sigraði og Helena Árnadóttir varð í 2. sæti. Marta Dögg Stefánsdóttir og Þórunn Erla Gunnarsdóttir urðu í 3.-4. sæti.






