Fræðslufundur um Gigtarfélagið

26. ágúst 2025

Miðvikudaginn 27. ágúst bjóðum við upp á fræðslufund um gigtarsjúkdóma og starfsemi Gigtarfélags Íslands. Fundurinn fer fram í félagsheimili KR kl. 18:00 en fundarstjóri verður Pálmi Rafn Pálmason framkvæmdastjóri KR.


Hrönn Stefánsdóttir formaður Gigtarfélagsins segir frá starfi félagsins og þeim stuðningi og þjónustu sem félagið veitir fólki með gigt og fjölskyldum þeirra. Katrín Þórarinsdóttir gigtarlæknir mun fjalla almennt um gigtarsjúkdóma, áhrif þeirra og hvað hægt sé að gera til að bæta líðan og lífsgæði gigtarsjúklinga. Að lokum verður opið fyrir spurningar.


Verið öll hjartanlega velkomin – aðgangur er ókeypis.