Lið fyrir liði - Styrktarleikur

26. ágúst 2025

Knattspyrnudeild KR lætur gott af sér leiða með styrktarleik til stuðnings Gigtarfélagi Íslands. Leikurinn fer fram á Meistaravöllum fimmtudaginn 28. ágúst þar sem kvennalið KR spilar við Hauka og styrkir Gigtarfélagið um leið.


Gigtarfélag Íslands vinnur ötult starf við að bæta lífsgæði gigtarsjúklinga, stuðla að fræðslu og styðja við félagsfólk og aðstandendur. Gigtarsjúkdómar geta hrjáð fólk á öllum aldri, ekki einungis eldra fólk, en 75% gigtarsjúklinga eru konur. Kvennalið KR leggur málefninu lið til að efla umræðuna og safna styrktarfé sem rennur beint til Gigtarfélagsins.


Leggðu okkur lið

Leikmenn KR munu spila í sérstökum viðhafnarkeppnisbúningi sem hefur verið hannaður sérstaklega fyrir tilefnið. Búningurinn verður einnig til sölu í takmörkuðu upplagi fyrir leikinn. Allur ágóði sölunnar og miðasölu á leikinn mun renna til Gigtarfélags Íslands.