Guðbjörg Vala hækkaði mest allra kvenna á styrkleikalistanum

21. ágúst 2025

Lúkas hækkaði næstmest allra karla

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir hækkaði mest allra kvenna á styrkleikalista BTÍ á síðasta keppnistímabili, en hún bætti við sig 187 stigum á milli ára. Þetta er annað árið í röð sem hún bætir sig mest kvenna. Helena Árnadóttir varð í 3. sæti yfir mesta bætingu, en hún bætti sig um 63 stig og Þórunn Erla Gunnarsdóttir varð fjórða, en hún hækkaði um 49 stig á milli ára.



Lúkas André Ólason bætti sig næstmest allra karla, en hann hækkaði um 264 stig á milli ára. Benedikt Aron Jóhannsson úr Víkingi hækkaði mest allra á listanum en hann hækkaði um 353 stig.


Sjá nánar á vef Borðtennissambands Íslands, www.bordtennis.is.