Golfmót KR 2025

21. ágúst 2025

Golfmót KR verður haldið sunnudaginn 24. ágúst! Mótið er styktarmót Framtíðarsjóðs KR og verður haldið á Nesvellinum.


Fyrsta holl er ræst út kl. 13:00 og svo koll af kolli. Leiknar verða 9-holur með punktafyrirkomulagi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin ásamt því að dregið verður úr skorkortum. Veglegir vinningar verða í boði og ber þar hæst að nefna glæsilega ferðavinninga.


Skráning fer fram í gegnum GolfBox og er mótsverð 8.000 kr. Ágóði mótsins fer í Framtíðarsjóð KR en markmið sjóðsins er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Sjóðurinn hefur verið öflugur síðustu ár að styðja við yngri flokka starf félagsins.


Mótið er opið öllum sem vilja styrkja KR og leggja góðu málefni lið