Góður árangur hjá KR-liðunum í deildakeppni helgarinnar
27. nóvember 2025

Lið KR náðu flest góðum árangri á þriðju leikjahelginni í deildakeppni BTÍ þegar leikið var í karladeildunum fjórum. Leikið var í Íþróttahúsi Hagaskóla 22. og 23. nóvember.
A- og B-lið KR leika í 1. deild og unnu bæði mikilvæga sigra um helgina. A-liðið sigraði A-lið HK og er nú í 3. sæti deildarinnar með 6 stig. B-liðið lagði B-lið BH í hörkuleik en það var fyrsti sigur liðsins í deildinni í vetur.
Á forsíðunni má sjá C-lið KR, sem er eitt þriggja liða á toppi 2. deildar með 9 stig. Liðið er taplaust en hefur gert þrjú jafntefli og var fyrst liða til að leggja C-lið BH í deildinni í vetur á sunnudaginn.
D- og E-lið KR eru í 3. deild og eru í 4. og 5. sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar.
F-lið KR leikur í suðurriðli 4. deildar. Liðið vann báða leiki sína um helgina 6-0 og er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki, stigi á eftir liði BM, sem hefur leikið 8 leiki.
Úrslit úr leikjum KR-liðanna um helgina:
1. deild
HK-A – KR-A 1-6
BH-B – KR-B 4-6
KR-A – KR-B 6-4
2. deild
KR-C – BH-C 6-3
KR-C – Víkingur-B 6-1
3. deild
KR-D – Víkingur-C 6-0 (Víkingur C gefur leikinn)
HK-C – KR-E 6-3
KR-D – KR-E 3-6
4. deild suðurriðill
KR-F – Garpur-A 6-0
KR-F – Umf. Vísir 6-0
Úrslit úr öllum leikjum má sjá á vef BTÍ, www.bordtennis.is og sundurliðuð úrslit einstakra leikja á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com.






