Guðbjörg Vala, Helena og Lúkas leika á EM unglinga
11. júlí 2025


Þrír KR-ingar leika með unglingalandsliðinu á EM unglinga í borðtennis, sem fram fer 11.-20. júlí í Ostrava í Tékklandi. Þær Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir skipa lið meyja 15 ára og yngri. Lúkas André Ólason er einn liðsmanna Íslands í liði sveina 15 ára og yngri.
Gestur Gunnarsson, þjálfari úr KR er annar þjálfaranna sem er með liðinu í Ostrava.
Forsíðumyndin sýnir hópinn sem keppir í liðakeppni fyrir Íslands hönd.
Myndin á þessari síðu sýnir Guðbjörgu Völu og Helenu fagna sigri í tvíliðaleik gegn sterku grísku pari. Báðar myndir eru teknar af vef BTÍ.