Guðbjörg Vala keppir á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar
22. júlí 2025

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu 20.-26. júlí. Auk Guðbjargar keppir Kristján Ágúst Ármann, BH í borðtenniskeppni leikanna. Ingimar Ingimarsson er þjálfari með krökkunum. Guðbjörg Vala keppir í einliðaleik stúlkna og þau Kristján spila saman í tvenndarleik.
Tæplega 50 keppendur á aldrinum 14-18 ára taka þátt í leikunum fyrir Íslands hönd og keppa í sjö íþróttagreinum.
Hér má fylgjast með úrslitum á leikunum: SCHEDULE AND RESULTS – Skopje 2025 – Sport Europe