Guðbjörg Vala og Helena sigruðu í liðakeppni meyja í Svíþjóð
2. nóvember 2025

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir sigruðu í liðakeppni meyja 15 ára og yngri á Ängby International borðtennismótinu um helgina. Í undanúrslitum lögðu þær lið frá B72 í Osló 3-2, sem var skipað stúlkum úr norska unglingalandsliðinu. Í úrslitum sigruðu þær aðallið Spårvägens BTK frá Svíþjóð 3-1, en í liðinu er m.a. leikmaður sem lék á EM unglinga sl. sumar.
Þær Guðbjörg Vala og Helena léku einnig í nokkrum flokkum í einliðaleik og lengst náði Guðbjörg Vala í flokki stúlkna undir 16 ára aldri, þar sem hún varð í 5.-8. sæti.
Eiríkur Logi Gunnarsson lék einnig í einliðaleik á mótinu en tapaði sínum leikjum.
Skúli Gunnarsson var með hópnum á mótinu og myndirnar eru frá honum komnar.







