Guðmundur Flóki á leið á HM
27. ágúst 2025

Íþróttamaður KR, Guðmundur Flóki Sigurjónsson, hefur verið að standa sig vel í fullorðinsflokki þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í unglingaflokki. Hann keppir núna í -80 kg flokki og er kominn í 82. sæti heimslistans.
Í október verður haldið heimsmeistaramót og fer það fram í Wuxi í Kína og var Guðmundur Flóki valinn til að keppa þar fyrir hönd íslenska landsliðsins ásamt þeim Leo Anthony Speight og Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur, en Richard Fairhurst landsliðsþjálfari tilkynnti þetta á dögunum.
Glæsilegt upphafs ár í keppni í fullorðinsflokki hjá okkar manni. Hlökkum til að sjá hvernig gengur á HM!