Opið fyrir skráningu í frjálsar
27. ágúst 2025

Æfingar á haustönn hjá frjálsíþróttadeild KR hófust föstudaginn 22. ágúst.
Iðkendur skipast í tvo hópa, 1.-4. bekk og 5.-10. bekk. Æfingatöfluna má sjá hér.
Æfingagjöld fyrir önnina hjá yngri hópnum eru 49.000 - kr. og 65.000 - kr. fyrir eldri hópinn.
Þjálfarar eru Sigrún Guðný Markúsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.
Allar skráningar fara fram í gegnum ABLER.