Gullmót KR 2026


Gullmót KR fer fram í nítjánda skipti í Laugardalslaug 13.-15. febrúar. Mótið er opið öllum aldursflokkum, þar sem keppt er í 60 greinum í 5 mótshlutum, auk KR Super Challenge flugsundskeppni á laugardagskvöldi. Eins og áður verður keppendum boðið upp á góða gistingu og mat í Laugalækjarskóla á meðan á mótinu stendur. Upplýsingar um gistingu má lesa hér.



KR SUPER CHALLENGE

Á laugardagkvöldinu fer fram keppnin KR SUPER CHALLENGE í 50 m flugsundi, þar sem tónlist, sund, skemmtun og ljósasýning verða í aðalhlutverki. Keppt verður í aldursflokkunum 12ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára og í opnum flokki. Átta hröðustu karlarnir og konurnar í opnum flokki keppa svo til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi (8, 5 ,3).


Undanrásir fara fram á föstudagskvöldinu þar sem átta bestu í hverjum aldursflokki öðlast þátttökurétt á KR SC. Í opna flokkinum verða veitt peningaverðlaun fyrir 1. og 2. sætið.

1. sæti í KR Super Challenge 30.000 kr.

2. sæti í KR Super Challenge 20.000 kr.


VERÐLAUNAVEITINGAR

Í 100 og 200m greinum verður veitt verðlaun í aldursflokkunum :

  • 12 ára og yngri
  • 13 ára
  • 14 ára
  • 15 ára
  • 16 ára og eldri

Í 50m greinunum eru veitt verðlaun í opnum flokki (fyrir utan 50m flugsund þar sem verðlaun verða veitt samkvæmt reglum KR Superchallenge)

Verðlaun í 400m greinum og boðsundum verða í aldursflokkunum:

  • 12 ára og yngri
  • 13-15 ára
  • 16 ára og eldri

Auk þess fá allir hnokkar og hnátur (10 ára og yngri) þátttökuverðlaun.

Veitt verða sérstök verðlaun fyrir þá sem synda á ,00 tíma (heilli sekúndu).


MÓTSMET

Mótsmet eru samkvæmt aldursflokkum SSÍ, öll mótsmet skoða hér að neðan.


Úrslit fyrri móta má skoða hér að neðan.


VERÐLAUNAFÉ

Verðlaunafé verður greitt fyrir eftirfarandi árangur :

  • Landsmet: 25.000 kr.

Þrír stigahæstu einstaklingarnir fyrir samtals þrjú bestu sundin:

  • 1. sæti 15.000 kr. 2. sæti 10.000 kr. 3. sæti 5.000 kr.
  • Mótsmet: Besti tími í grein í opnum flokki: 5.000 kr.
  • Aldursflokka mótsmet: Sérstök verðlaun (hámark 3 verðlaun á einstakling).


Mæting í verðlaunaahfendingu er skylda. Ef að sundmaður eða fulltrúi félags mætir ekki í verðlaunaafhendingu er viðkomandi að afsala sér verðlaunafénu.


GREINAR

  • Á föstudeginum verður keppt í opnum flokki í öllum 50 metra greinum og aldursflokkum í 400 m fjórsundi karla og kvenna.
  • Á föstudeginum er lágmarksaldur keppenda 11 ára.
  • Lágmarksaldur keppanda í greinum 200 m og lengri er 11 ára.
  • Á mótinu verður ræst yfir höfuð í nokkrum greinum, sem þýðir að riðill getur verið ræstur áður en keppendur í fyrri riðli eru komnir upp úr lauginni.


TÍMAÁÆTLUN

13. febrúar

  • 1. hluti upphitun kl. 15:30 keppni 16:30 Opinn flokkur.

14. febrúar

  • 2. hluti upphitun kl. 8:00 keppni kl 9:00 13 ára og eldri.
  • 3. hluti upphitun kl. 14:00 keppni kl. 15:00 12 ára og yngri.
  • KR Super Challenge, kl. 19:45-21:15. Upphitun hefst kl 19:00
  • Úrslitasund frá föstudagskvöldi i 50 m flugsundi í fjórum aldursflokkum.

15. febrúar

  • 4. hluti upphitun kl. 08:00 keppni kl. 09:00 12 ára og yngri
  • 5. hluti upphitun kl. 13:00 keppni kl. 14:00 13 ára og eldri

Aldur miðast við fæðingarár keppanda


ATH! Mótanefnd áskilur sér rétt til að takmarka þátttöku í einstaka mótshlutum þannig að tímaáætlanir mótsins geti staðist.

Tímanlegar skráningar geta gefið forgang inn á mótið.


Greinaröð má sjá hér.


SKRÁNING – UPPLÝSINGAR

Skráningarfrestur er til miðnættis mánudaginn 2. febrúar og frestur til úrskráninga og breytinga er til mánudags 9. febrúar.

Skráningum skal skilað til gullmot@gmail.com. Móttaka allra skráninga verður staðfest með tölvupósti.


Skráningargjöld eru 900 kr. fyrir einstaklingsgreinar og 1400 kr. fyrir boðsund. Seinskráningargjald er 1200kr fyrir einstaklingsgreinar.

Skráningargjöld verða innheimt samkvæmt fjölda skráninga í mótsskrá fimmtudagskvöldið 12.febrúar.


Skrá á mótið.