SUND
FRÉTTIR
Fréttir

International Children’s Games fara fram í Tallinn Eistlandi 3-8 ágúst KR er með einn keppanda í sundliði Reykjavíkur í ár. Timotei Roland Randhawa keppir í 50m skriðsundi, 100m skriðsundi, 50m baksundi og 100m baksundi Streymi frá mótinu er hægt að nálgast hérna: https://icg.tallinn.ee/en/swimming-1 Úrslit frá mótinu er hægt að nálgast hérna: https://icg.tallinn.ee/en/swimming-0 Áfram Reykjavík!!!

Sunddeild KR hefur skrifað undir samning við Gunnar Egil Benonýsson sem yfirþjálfara sunddeildar KR fyrir næsta tímabil, en Gunnar hefur núna verið ráðinn í fullt starf og mun því einnig sinna skipulagningu deildarinnar, sundmótum og ýmsum öðrum verkefnum fyrir hönd sunddeildar KR ásamt þjálfun afrekshóps. Samningurinn er mikill fengur fyrir deildina og mun styrkja starfið svo um munar. Á myndinni eru Gunnar Egill Benonýsson og Garðar Páll Gíslason, formaður sunddeildar KR að skrifa undir samninginn

Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar er til miðnættis 24. apríl nk., framboðum skal skila til framkvæmdarstjóra félagsins, Pálma Rafns Pálmasonar, palmi@kr.is
Gullmót KR fór fram í laugardalslaug 14-16 febrúar, um er að ræða fjölmennasta sundmót ársins og voru mikil fagnaðarlæti og fjör í lauginni. Alls tóku þátt 413 keppendur frá 17 íþróttafélögum Það voru teknar 1926 stungur og synt 66 boðsund yfir helgina. KR – superchallenge fór fram á laugardagskvöldið en það er gífurlega skemmtileg útsláttar keppni í 50 metra flugsundi með ljósasýningu, tónlist og tilheyrandi látum Sigurvegarar KR Superchallenge Karla voru: 1. Sæti Birnir Freyr Hálfdánarsson frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hann synti á tímanum 25.07 sekúndum 2. Sæti Aron Bjarki Pétursson frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hann synti á tímanum 26.19 sekúndum Sigurvegarar KR Superchallenge kvenna voru: 1. Sæti Jóhanna Elín Guðmundsdóttir frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hún synti á tímanum 27.57 sekúndum 2. Sæti Vala Dís Cicero frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hún synti á tímanum 27.89 sekúndum Óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn Það er ekki hægt að halda sundmót án aðstoðar sjálfboðaliða sem gengdu ýmsum störfum um helgina og viljum við þakka þeim innilega fyrir þeirra frábæru störf Myndir af Gullmóti KR 2025 verða birtar inná facebook síðu KR og facebook síðu Gullmótsins https://www.facebook.com/krsund https://www.facebook.com/gullmot

Knattspyrnufélag Reykjavíkur er 126 ára í dag og því við hæfi að taka fyrstu skóflustungu af fjölnotaíþróttahúsi félagsins, sem við höfum beðið svo lengi eftir. Það voru iðkendur úr deildum félagsins sem tóku fyrstu skóflustunguna ásamt Þórhildi Garðarsdóttur, formanni KR, Einari Þorsteinssyni Borgarstjóra, Skúli Helgasyni formanni menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur og Árna Geir Magnússyni formanni byggingarnefndar félagsins. Við munum fljótlega setja inn upplýsingar um byggingafasa hússins og upplýsa ykkur um stöðuna reglulega fram að vígslu. Til hamingju með daginn allir KR-ingar