SUND
FRÉTTIR
Fréttir
Það var mikið fjör í Sundhöllinni í gær á jólaskemmtun Sunddeildar KR. Iðkendur úr öllum hópum deildarinnar komu saman og skemmtu sér. Fyrst var sundsýning þar sem yngstu iðkendur deildar syntu sína fyrstu 25m í djúpu lauginni og stóðu sig stórkostlega Síðan var synt í kringum jólatré, sungin jólalög, borðaðar piparkökur og mandarínur og synt skemmtiboðsund. Sunddeild KR óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Sunddeild KR tók þátt á Jólamóti Ármanns 6-7 desember. KR-ingar stóðu sig glæsilega og endaði mótið á skemmtilegu Jólaboðsundi þar sem öllum keppendum mótsins var skipt í boðsundsveitir og þurftu krakkarnir svo að synda með Jólasveinahúfu á höfðinu sem þurfti að afhenda næsta sundmanni áður en að viðkomandi mátti fara á stað. Helstu úrslit af mótinu voru: Pétur Viðar Arnórsson 2 sæti í 100m skriðsundi og 3 sæti í 50m skriðsundi Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir 2 sæti í 50m flugsundi, 2 sæti í 100m flugsundi, 3 sæti í 200m flugsundi og 3 sæti í 100m fjórsundi Bríet Björk Jóhannsdóttir 3 sæti í 200m bringusundi Viktoría Vasile 1 sæti í 100m flugsundi og 1 sæti í 200m flugsundi

Íslands- og unglingameistaramótið í 25m laug var haldið í laugardalslaug helgina 7-9 nóvember. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur. Sunddeild KR var með 4 keppendur á mótinu. · Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir · Þórður Karl Steinarsson · Viktoria Vasile · Jón Haukur Þórsson Öll stóðu þau sig glæsilega um helgina. Áfram KR!!!

A hópur Sunddeildar KR tók þátt Cube móti SH 18-19 október. Miklar bætingar hjá okkar sundfólki og það bættust við fleiri lágmörk í Íslandsmeistara mótið sem verður haldið í laugardalslaug 7 - 9 nóvember Verðlaunahafar helgarinnar voru: Aldís Ögmundsdóttir - 3 sæti í 100m flugsundi 16-17 ára Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir - 1 sæti í 100m flugsundi 13 ára og yngri, 3 sæti í 200m fjórsundi 13 ára og yngri Benedikt Bjarni Melsted - 3. sæti í 100m fjórsundi 16-17 ára J ón Haukur Þórsson - 2. sæti í 100 m flugsundi 16-17 ára

Reykjavíkur meistara mótið í sundi var haldið hátíðlega í Laugardalslaug 28 september. Alls voru 18 KR-ingar sem kepptu á mótinu og stóðu þau sig frábærlega KR vann til 28 verðlauna á mótinu. 9 gull 12 silfur 7 brons Takk öll – sundfólk, þjálfarar og stuðningsfólk – fyrir kraft, samheldni og toppstemningu. Áfram KR!

Gullmót KR fer fram í nítjánda skipti í Laugardalslaug 13.-15. febrúar. Mótið er opið öllum aldursflokkum, þar sem keppt er í 60 greinum í 5 mótshlutum, auk KR Super Challenge flugsundskeppni á laugardagskvöldi. Eins og áður verður keppendum boðið upp á góða gistingu og mat í Laugalækjarskóla á meðan á mótinu stendur. Allar upplýsingar um Gullmót KR eru núna á heimasíðu sunddeildarinnar: https://www.kr.is/gullmot-kr8ade16be

International Children’s Games fara fram í Tallinn Eistlandi 3-8 ágúst KR er með einn keppanda í sundliði Reykjavíkur í ár. Timotei Roland Randhawa keppir í 50m skriðsundi, 100m skriðsundi, 50m baksundi og 100m baksundi Streymi frá mótinu er hægt að nálgast hérna: https://icg.tallinn.ee/en/swimming-1 Úrslit frá mótinu er hægt að nálgast hérna: https://icg.tallinn.ee/en/swimming-0 Áfram Reykjavík!!!







