SUND

FRÉTTIR

Fréttir

Eftir Gunnar Egill Benonýsson 20. október 2025
A hópur Sunddeildar KR tók þátt Cube móti SH 18-19 október. Miklar bætingar hjá okkar sundfólki og það bættust við fleiri lágmörk í Íslandsmeistara mótið sem verður haldið í laugardalslaug 7 - 9 nóvember  Verðlaunahafar helgarinnar voru: Aldís Ögmundsdóttir - 3 sæti í 100m flugsundi 16-17 ára Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir - 1 sæti í 100m flugsundi 13 ára og yngri, 3 sæti í 200m fjórsundi 13 ára og yngri Benedikt Bjarni Melsted - 3. sæti í 100m fjórsundi 16-17 ára J ón Haukur Þórsson - 2. sæti í 100 m flugsundi 16-17 ára
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 7. október 2025
Sunddeild KR tók þátt á Nettó móti Ægis seinustu helgi í laugardalslaug. Skemmtilegt mót og frábær stemning, miklar framfarir og bætingar hjá okkar sundfólki Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 3. október 2025
Reykjavíkur meistara mótið í sundi var haldið hátíðlega í Laugardalslaug 28 september. Alls voru 18 KR-ingar sem kepptu á mótinu og stóðu þau sig frábærlega KR vann til 28 verðlauna á mótinu. 9 gull   12 silfur   7 brons Takk öll – sundfólk, þjálfarar og stuðningsfólk – fyrir kraft, samheldni og toppstemningu. Áfram KR!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 3. október 2025
Bikarkeppni SSÍ fór fram í Ásvallalaug 27 september. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur og hafnaði í 3 sæti í 1. deild KR-ingar stóðu sig glæsilega og bættu sína bestu tíma í öllum greinum.
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 26. september 2025
Gullmót KR fer fram í nítjánda skipti í Laugardalslaug 13.-15. febrúar. Mótið er opið öllum aldursflokkum, þar sem keppt er í 60 greinum í 5 mótshlutum, auk KR Super Challenge flugsundskeppni á laugardagskvöldi. Eins og áður verður keppendum boðið upp á góða gistingu og mat í Laugalækjarskóla á meðan á mótinu stendur. Allar upplýsingar um Gullmót KR eru núna á heimasíðu sunddeildarinnar: https://www.kr.is/gullmot-kr8ade16be
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 4. ágúst 2025
International Children’s Games fara fram í Tallinn Eistlandi 3-8 ágúst KR er með einn keppanda í sundliði Reykjavíkur í ár. Timotei Roland Randhawa keppir í 50m skriðsundi, 100m skriðsundi, 50m baksundi og 100m baksundi Streymi frá mótinu er hægt að nálgast hérna: https://icg.tallinn.ee/en/swimming-1 Úrslit frá mótinu er hægt að nálgast hérna: https://icg.tallinn.ee/en/swimming-0 Áfram Reykjavík!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 1. júlí 2025
Sunddeild KR hefur skrifað undir samning við Gunnar Egil Benonýsson sem yfirþjálfara sunddeildar KR fyrir næsta tímabil, en Gunnar hefur núna verið ráðinn í fullt starf og mun því einnig sinna skipulagningu deildarinnar, sundmótum og ýmsum öðrum verkefnum fyrir hönd sunddeildar KR ásamt þjálfun afrekshóps. Samningurinn er mikill fengur fyrir deildina og mun styrkja starfið svo um munar. Á myndinni eru Gunnar Egill Benonýsson og Garðar Páll Gíslason, formaður sunddeildar KR að skrifa undir samninginn
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 1. júlí 2025
Sundmót og Tívolí
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 25. júní 2025
Reykjavík í 3 sæti á Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 3. júní 2025
Fjör í sólinni á Akranesi
Lesa meira