SUND

FRÉTTIR

Fréttir

Eftir Gunnar Egill Benonýsson 26. janúar 2026
Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur á Reykjavík International Games um helgina. KR- ingar stóðu sig frábærlega og bættu sína bestu tíma í öllum greinum sem þau syntu Helstu tíðindi voru að Þórður Karl Steinarsson keppti til úrslita í bæði 100m skriðsundi og 50m skriðsundi
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 30. desember 2025
Stjörnuljósa sund Sunddeildar KR fór fram í Vesturbæjarlaug í gærkvöldi. Það var mikil gleði og fjör hjá öllum iðkenndum og sundlaugargestum í lauginni. Sunddeild KR óskar öllum Gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12. desember 2025
Það var mikið fjör í Sundhöllinni í gær á jólaskemmtun Sunddeildar KR. Iðkendur úr öllum hópum deildarinnar komu saman og skemmtu sér. Fyrst var sundsýning þar sem yngstu iðkendur deildar syntu sína fyrstu 25m í djúpu lauginni og stóðu sig stórkostlega Síðan var synt í kringum jólatré, sungin jólalög, borðaðar piparkökur og mandarínur og synt skemmtiboðsund. Sunddeild KR óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10. desember 2025
Sunddeild KR tók þátt á Jólamóti Ármanns 6-7 desember. KR-ingar stóðu sig glæsilega og endaði mótið á skemmtilegu Jólaboðsundi þar sem öllum keppendum mótsins var skipt í boðsundsveitir og þurftu krakkarnir svo að synda með Jólasveinahúfu á höfðinu sem þurfti að afhenda næsta sundmanni áður en að viðkomandi mátti fara á stað. Helstu úrslit af mótinu voru: Pétur Viðar Arnórsson 2 sæti í 100m skriðsundi og 3 sæti í 50m skriðsundi Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir 2 sæti í 50m flugsundi, 2 sæti í 100m flugsundi, 3 sæti í 200m flugsundi og 3 sæti í 100m fjórsundi Bríet Björk Jóhannsdóttir 3 sæti í 200m bringusundi Viktoría Vasile 1 sæti í 100m flugsundi og 1 sæti í 200m flugsundi
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 24. nóvember 2025
Fjör í Kópavogslaug um helgina
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10. nóvember 2025
Íslands- og unglingameistaramótið í 25m laug var haldið í laugardalslaug helgina 7-9 nóvember. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur. Sunddeild KR var með 4 keppendur á mótinu. · Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir · Þórður Karl Steinarsson · Viktoria Vasile · Jón Haukur Þórsson Öll stóðu þau sig glæsilega um helgina. Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 20. október 2025
A hópur Sunddeildar KR tók þátt Cube móti SH 18-19 október. Miklar bætingar hjá okkar sundfólki og það bættust við fleiri lágmörk í Íslandsmeistara mótið sem verður haldið í laugardalslaug 7 - 9 nóvember  Verðlaunahafar helgarinnar voru: Aldís Ögmundsdóttir - 3 sæti í 100m flugsundi 16-17 ára Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir - 1 sæti í 100m flugsundi 13 ára og yngri, 3 sæti í 200m fjórsundi 13 ára og yngri Benedikt Bjarni Melsted - 3. sæti í 100m fjórsundi 16-17 ára J ón Haukur Þórsson - 2. sæti í 100 m flugsundi 16-17 ára
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 7. október 2025
Sunddeild KR tók þátt á Nettó móti Ægis seinustu helgi í laugardalslaug. Skemmtilegt mót og frábær stemning, miklar framfarir og bætingar hjá okkar sundfólki Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 3. október 2025
Reykjavíkur meistara mótið í sundi var haldið hátíðlega í Laugardalslaug 28 september. Alls voru 18 KR-ingar sem kepptu á mótinu og stóðu þau sig frábærlega KR vann til 28 verðlauna á mótinu. 9 gull   12 silfur   7 brons Takk öll – sundfólk, þjálfarar og stuðningsfólk – fyrir kraft, samheldni og toppstemningu. Áfram KR!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 3. október 2025
Bikarkeppni SSÍ fór fram í Ásvallalaug 27 september. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur og hafnaði í 3 sæti í 1. deild KR-ingar stóðu sig glæsilega og bættu sína bestu tíma í öllum greinum.
Lesa meira