Halldór, Júlíus og Galdur í U21

28. ágúst 2025

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Halldór Snæ Georgsson, Galdur Guðmundsson og Júlíus Mar Júlíusson í hóp sem mætir Færeyjum og Eistlandi í undankeppni EM 2027.


Leikirnir eru fyrstu leikir liðsins í undankeppninni. Ísland mætir Færeyjum á Þróttarvelli fimmtudaginn 4. september og hefst sá leikur kl. 17:00. Liðið fer svo til Eistlands og mætir þar heimamönnum mánudaginn 8. september í Tallin.


Gangi ykkur vel strákar!