Handboltaskóli Gróttu/KR
27. júní 2025

Líkt og seinustu ár mun vera með Handboltaskóla Gróttu/KR í fjórar vikur, 28.júlí - 21.ágúst. Hægt verður að skrá sig á stakar vikur en það er einnig hægt að skrá sig á öll námskeiðin. Öll skráning á námskeiðið fer fram í ABLER.
Skólinn er fyrir krakka f. 2014 - 2019 eða þau sem verða í 1. - 6.bekk næsta vetur. Krökkunum verður skipt upp eftir aldri þannig að öll njóti sín sem best. Byrjendur jafnt sem lengra komin eru velkomin. Krakkarnir eru beðnir um að taka með sér nesti.
Námskeiðið er frá kl. 9:00-12:00 en við bjóðum upp á gæslu frá kl. 8:00-9:00 og síðan aftur 12:00-13:00. Gæslan kostar 2000kr. Námskeiðið fer fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.
Við bjóðum einnig upp á Afreksskóla Gróttu/KR sem er fyrir iðkendur í 7. - 10.bekk næsta vetur, f. 2010 - 2013. Afreksskólinn er kl. 13:00-14:15.
Skólastjóri á námskeiðinu er Patrekur Pétursson Sanko en auk hans verða þjálfarar félagsins og góðir gestir.

