Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi
25. júní 2025
Reykjavík í 3 sæti á Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi

Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi fór fram á akureyri helgina 20 – 22 júní
KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur sem hafnaði í þriðja sæti í stigakeppninni eftir einstaklega jafna og spennandi keppni yfir helgina, það munaði ekki nema þremur stigum á Reykjavíkurliðinu og Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar sem var í öðru sæti.
KR var með 6 sundmenn á mótinu
Það voru þau
- Bríet Björk Jóhannsdóttir
- Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir
- Hrafn Guðmundsson
- Inga Aniela Czurylo
- Niklas Auffenberg
- Timotei Roland Randhawa
Þau stóðu sig glæsilega á mótinu en helstu tíðindi voru að
Emilý náði öðru sæti í 100m flugsundi 12-13 ára en hún var einnig í efstu sex sætunum í fimm af sex einstaklingsgreinum sem hún synti um helgina og hún var í 3 sæti í 4x50m fjórsund boðsundi 12-13 ára þar sem hún synti flugsundið
Hrafn náði öðru sæti í 200m baksundi 14-15 ára en Hrafn náði einnig fjórða sæti í 100m baksundi og fimmta sæti í 400m skriðsundi
Timotei náði 3 sæti í 100m baksundi 14-15 ára
Einnig náðu Tim og Hrafn öðru sæti í 4x100m fjórsundboðsund 14- 15 ára þar sem Hrafn synti baksundið og Timotei skriðsundið
Niklas Auffenberg náði 4 sæti í 100m bringusundi og 5 sæti í 200m bringusundi
Áfram KR!!!