Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu/KR

18. ágúst 2025

Síðasta vikan í Handboltaskólanum hófst í dag. Öll skráning á námskeiðið fer fram á Abler.



HANDBOLTASKÓLI GRÓTTU/KR
Skólinn er fyrir krakka f. 2014-2019 en krökkunum verður skipt upp eftir aldri þannig að öll njóti sín sem best. Byrjendur jafnt sem lengra komin eru velkomin. Krakkarnir eru beðnir um að taka með sér nesti.

Námskeiðið er frá 9:00-12:00 en við bjóðum upp á gæslu frá 8:00-9:00 og síðan aftur 12:00-13:00.

Beinn hlekkur á skráningu í handboltaskólann er
hérna.

AFREKSSKÓLI GRÓTTU/KR
Skólinn er fyrir krakka og unglinga f. 2010-2013 og er ætlaður fyrir iðkendur sem vilja æfa aukalega og vera enn tilbúnari fyrir handboltaveturinn. Námskeiðið er kl. 13:00-14:15.

Beinn hlekkur á skráningu í Afreksskólann er
hérna.

Skólastjóri námskeiðanna er Patrekur Pétursson Sanko en ásamt honum verða okkar frábæru þjálfarar félagsins að þjálfa á námskeiðinu. Námskeiðin eru haldin í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.