KR vann flesta Íslandsmeistaratitla á síðasta keppnistímabili

13. ágúst 2025

KR fékk sömuleiðis langflest verðlaun allra félaga á Íslandsmótum og í deildakeppnum

KR vann flesta Íslandsmeistaratitla allra félaga keppnitímabilið 2024-2025, 17,5 talsins, af 48 titlum sem keppt var um. Víkingur vann 9,5 titla og BH 7,5 titla.

Víkingar unnu flesta titla í fullorðisflokkum, 4,5 talsins, BH vann fjóra titla og KR þrjá. KR vann flesta titla í unglingaflokkum, 7,5 talsins og í öldungaflokkum, sjö titla.


Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir, KR unnu flesta titla eða fjóra, ásamt Benedikt Aron Jóhannssyni úr Víkingi. Aldís Rún Lárusdóttir,  Guðrún Gestsdóttir, Ingólfur Sveinn Ingólfsson og Lúkas André Ólason unnu þrjá titla, ásamt Antoni Óskari Ólafssyni úr Garpi.

Alls voru veitt 162 verðlaun á Íslandsmótunum þetta árið. KR fékk langflest verðlaun eða 62,5, BH fékk 22, Garpur 17 og HK og Víkingur 16,5 hvort félag.


Þess má geta að fjölskylda Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar vann tíu gullverðlaun á Íslandsmótum og í deildakeppni á keppnistímabilinu, en þau verðlaun unnu Guðrún og börn hennar, Guðbjörg Vala, Eiríkur Logi, Gestur og Skúli Gunnarsbörn.