Handboltinn kominn á fullt í KR

12. september 2025

Undanfarin ár hefur 7. og 8.flokkur karla æft saman í íþróttahúsi Hagaskóla. Þörfin fyrir breytingu var mikil þar sem aldursbilið var breitt og æfingatíminn hentaði yngstu strákunum illa. Núna í haust var breyting á því og nú æfir 7.flokkur sér og 8.flokkur sér og seinna á daginn. Þessi breyting hefur fallið vel í kramið og núna mæta að staðaldri 30-35 strákar á æfingar 7.flokks og um 13-15 strákar á æfingar 8.flokks.

Á myndinni má sjá kampakáta leikmenn 7.flokks eftir æfingu.

Þjálfararnir eru frábærir en Antoine Óskar Pantano er aðalþjálfari strákanna og með honum eru Sverrir Arnar Hjaltason, Þórður Magnús Árnason og Sigurvin Elí Jónsson.

Það eru allir velkomnir á æfingar og taka Antoine og félagar vel á móti nýjum andlitum. Æfingarnar eru:

7.flokkur karla (f. 2016-2017)
Mánudagar kl. 15:15-16:15
Miðvikudagar kl. 15:15-16:15

8.flokukr karla (f. 2018-2019)
Mánudagar kl. 16:15-17:15
Miðvikudagar kl. 16:15-17:05.

Allar æfingar fara fram í íþróttahúsi Hagaskóla.