Haustmót Breiðabliks

24. nóvember 2025

Fjör í Kópavogslaug um helgina

Sunddeild KR keppti á Haustmóti Breiðabliks 21-22 nóvember síðastliðinn


Alls voru 16 KR- ingar að keppa á mótinu og mörg af sundfólkinu okkar voru að keppa í fyrsta skipti en þau stóðu sig öll glæsilega!


Helstu úrslit af mótinu voru

Bríet Ruth Smith vann 2 sæti í 100m bringusund 13-14 ára

Inga Aniela Czurylo vann 3 sæti í 200m fjórsundi 13-14 ára og 3 sæti í 100m flugsund 13-14 ára


Áfram KR!!!