Hjálmarsmótið í borðtennis 18.-19. október
18. október 2025

Haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla
Borðtennisdeild KR heldur Hjálmarsmótið í borðtennis 18.-19. október. Keppt verður í Íþróttahúsi Hagaskóla og hefst keppni kl. 14 á laugardeginum en kl. 9 á sunnudeginum. Bæði er keppt í aldursflokkum og styrkleikaflokkum og mótinu lýkur með keppni í "big table" tvíliðaleik með forgjöf á sunnudeginum.