KR Íslandsmeistari í liðakeppni drengja og stúlkna

13. október 2025

Fjögur KR-lið til viðbótar fengu silfur og brons

Lið frá KR sigruðu í drengjaflokki og stúlknaflokki á Íslandsmóti í liðakeppni unglinga, sk. flokkakeppni. Mótið var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli 11. október.


A-lið KR, skipað þeim Guðbjörgu Völu Gunnarsdóttur og Helenu Árnadóttur sigraði í flokki stúlkna 16-18 ára. Þetta er fyrsta árið þeirra í stúlknaflokki en þær sigruðu í meyjaflokki síðustu tvö ár. B-lið KR varð í 3. sæti í flokknum, en liðið skipuðu Marta Dögg Stefánsdóttir og Þórunn Erla Gunnarsdóttir.


Lið KR sigraði sömuleiðis í flokki drengja 16-18 ára. Þeir Lúkas André Ólason og Viktor Daníel Pulgar voru einnig að keppa í fyrsta skipti í þessum aldursflokki en þeir sigruðu í sveinaflokki í fyrra.


Í flokki telpna 13 ára og yngri varð A-lið KR í 2. sæti og B-lið KR í 3.-4. sæti. Í A-liðinu voru Anna Villa Sigurvinsdóttir, Helga Ngo Björnsdóttir og Júlía Fönn Freysdóttir. B-liðið skipuðu Álfrún Milena Kvaran og Soffía Ramona Devaney.


Lið KR varð í 2. sæti í flokki meyja 14-15 ára en þær Emma Hertervig og KR Greta Sólrún McLaughlin léku fyrir KR í þessum flokki.


Frétt á vef BTÍ um mótið: BH, Dímon, Garpur, HK, KR og Laugdælir unnu flokkakeppnistitlana | Borðtennissamband Íslands og myndirnar eru frá BTÍ.