Íþróttaskóli KR 2025

18. ágúst 2025

Skráning er hafin á haustönn Íþróttaskóla KR 2025 - skráning fer fram á ABLER!


Á þessari haustönn verð þrír hópar í Íþróttaskólanum. Hópunum verða skipt á eftirfarandi hátt:


09:00 - 09:50, börn fædd 2023

10:00 -10:50, börn fædd 2022

11:30 - 12:20, börn fædd 2020 - 2021


Fyrstu tveir hóparnir eru settir upp þannig að við byrjum með upphitun og svo verður

þrautabraut með allskyns æfingum sem reynir á styrk, jafnvægi og þor. Börnin fá líka frjálsan tíma til leika sér með ýmsum gerðum af boltum og þroskaleikföngum sem æfa hreyfigetu og styrk.Tímanum lýkur svo á róandi stund með samveru og slökun.


Síðasti hópurinn er með öðru sniði í ár. Við munum kynna fyrir börnunum sem fædd eru 2020-21 flestar þær íþróttagreinar sem eru boði hjá KR. Við munum kenna helstu reglur og grunntækni íþróttana en ásamt því fá þau að læra skemmtilega leiki sem hafa verið vinsælir hjá börnum i gegnum tíðina og eitthvað fleira skemmtilegt.


Skólastjóri íþróttaskólans er Sigrún Skarphéðinsdóttir.