KR bikarmeistari í borðtennis

28. apríl 2025

A-lið KR varð bikarmeistari í borðtennis sunnudaginn 27. apríl. Liðið sigraði bikarmeistara fyrra árs, BH 4-1 í úrslitaleik. Leikurinn var jafn og spennandi og unnust allir fjórir sigrar KR í oddalotu, eftir að leikmaður KR hafði verið undir.

Lið KR skipuðu þau Ellert Kristján Georgsson, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Pétur Gunnarsson.


Í bikarkeppni eru mest leiknir fjórir einliðaleikir karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla og tvenndarleikur, og vinnur það lið sem fyrr vinnur fjórar viðureignir.


Úrslit í einstökum viðureignum, KR-A - BH-A:

Pétur Gunnarsson - Þorbergur Freyr Pálmarsson 3-2

Ellert Kristján Georgsson - Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 3-2

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir - Sól Kristínardóttir Mixa 3-2

Ellert/Pétur - Þorbergur/Jóhannes 0-3

Guðbjörg/Pétur - Sól/Þorbergur 3-2


KR varð síðast bikarmeistari fyrir 9 árum síðan.