Deildakeppnin í borðtennis hefst um helgina

20. september 2025

Leikið í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi

Deildakeppnin í borðtennis hefst um helgina, en leikið er í 1.-4. deild karla í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi.

Keppni í 1. deild hefst kl. 13 laugardaginn 20. september en kl. 9 þann sama dag er keppt í 2. deild.

Sunnudaginn 21. september hefst keppni í 3. deild kl. 9 og í suðurriðli 4. deildar kl. 13.

KR á tvö lið af sex í 1. deild karla, eitt lið í 2. deild, tvö lið í 3. deild og eitt í suðurriðli 4. deildar.


Keppni í kvennadeildum hefst 8. nóvember.


Á forsíðunni má sjá lið B-lið KR, sem sigraði í 2. deild á síðasta keppnistímabili.