FRÉTTIR

- fréttir úr öllum deildum kr -

8. október 2025
Næstu tvær vikur í handboltanum eru vinavikur. Þá hvetjum við alla iðkendur til að bjóða vinum og vinkonum sínum með sér á æfingu þeim að kostnaðarlausu. Enn fremur mega allir krakkar koma á þessum tíma og prófa æfingar. Þjálfarar flokkanna taka vel á móti öllum sem koma á æfingar. Æfingatöflu handboltans má sjá hér: https://www.kr.is/handbolti Á fram KR og áfram Grótta/KR !
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 7. október 2025
Sunddeild KR tók þátt á Nettó móti Ægis seinustu helgi í laugardalslaug. Skemmtilegt mót og frábær stemning, miklar framfarir og bætingar hjá okkar sundfólki Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 3. október 2025
Reykjavíkur meistara mótið í sundi var haldið hátíðlega í Laugardalslaug 28 september. Alls voru 18 KR-ingar sem kepptu á mótinu og stóðu þau sig frábærlega KR vann til 28 verðlauna á mótinu. 9 gull   12 silfur   7 brons Takk öll – sundfólk, þjálfarar og stuðningsfólk – fyrir kraft, samheldni og toppstemningu. Áfram KR!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 3. október 2025
Bikarkeppni SSÍ fór fram í Ásvallalaug 27 september. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur og hafnaði í 3 sæti í 1. deild KR-ingar stóðu sig glæsilega og bættu sína bestu tíma í öllum greinum.
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 26. september 2025
Gullmót KR fer fram í nítjánda skipti í Laugardalslaug 13.-15. febrúar. Mótið er opið öllum aldursflokkum, þar sem keppt er í 60 greinum í 5 mótshlutum, auk KR Super Challenge flugsundskeppni á laugardagskvöldi. Eins og áður verður keppendum boðið upp á góða gistingu og mat í Laugalækjarskóla á meðan á mótinu stendur. Allar upplýsingar um Gullmót KR eru núna á heimasíðu sunddeildarinnar: https://www.kr.is/gullmot-kr8ade16be
24. september 2025
Sala árskorta á heimaleiki meistaraflokka KR körfu fyrir tímabilið 2025-2026 er hafin. Ef greitt er í eingreiðslu eru kortin á sérstöku tilboðsverði út september. Kynnið ykkur kortin hér fyrir neðan. Sala árskorta fer fram í gegnum Stubb . Árskort fyrir 1 Gildir fyrir einn (1) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni og úrslitakeppni, ekki á bikarleiki. Kaffi í hálfleik. Hægt að staðgreiða eða dreifa greiðslum á 12 mánuði. Tilboð gildir fyrir eingreiðslu. - Tilboðsverð 30.000 krónur (fullt verð 36.000 kr) eða 3.000 kr á mánuði í 12 mánuði. Kaupa árskort í gegnum Stubb Árskort fyrir 2 Gildir fyrir tvo (2) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni og úrslitakeppni, ekki á bikarleiki. Kaffi í hálfleik. Hægt að staðgreiða eða dreifa greiðslum á 12 mánuði. Tilboð gildir fyrir eingreiðslu. - Tilboðsverð 60.000 krónur (fullt verð 66.000 kr) eða 5.500 krónur á mánuði í 12 mánuði. Kaupa árskort í gegnum Stubb Bakhjarl fyrir 1 Gildir fyrir einn (1) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni og úrslitakeppni ekki á bikarleiki. Kaffi í hálfleik. Hamborgari og drykkur á heimaleikjum karla og kvenna í deild. Einn hittingur yfir tímabilið. Sérstakur stuðningur við körfuknattleiksdeildina. Hægt að staðgreiða eða dreifa greiðslum á 12 mánuði. Tilboð gildir fyrir eingreiðslu. - Tilboðsverð 72.000 krónur (fullt verð 84.000 kr) eða 7.000 kr á mánuði í 12 mánuði. Kaupa árskort í gegnum Stubb Bakhjarl fyrir 2 Gildir fyrir tvo (2) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni og úrslitakeppni ekki á bikarleiki. Kaffi í hálfleik. Hamborgari og drykkur á heimaleikjum karla og kvenna í deild fyrir tvo (2). Einn hittingur yfir tímabilið. Sérstakur stuðningur við körfuknattleiksdeildina. Hægt að staðgreiða eða dreifa greiðslum á 12 mánuði. Tilboð gildir fyrir eingreiðslu. - Tilboðsverð 99.000 krónur (fullt verð 120.000 kr) eða 10.000 kr á mánuði í 12 mánuði. Kaupa árskort í gegnum Stubb Bakhjarl premium fyrir 1 Gildir fyrir einn (1) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni og úrslitakeppni ekki á bikarleiki. Kaffi í hálfleik. Hamborgari og drykkur á heimaleikjum karla og kvenna í deild. Bjór eins og þig lystir fyrir leik og í hálfleik á heimaleikjum karla ofg kvenna. Gildir fyrir einn (1) á heimaleiki KV í 1.deild karla og kvenna(og úrslitakeppni). Einn hittingur yfir tímabilið. Sérstakur stuðningur við körfuknattleiksdeildina. Hægt að staðgreiða eða dreifa greiðslum á 12 mánuði. Tilboð gildir fyrir eingreiðslu. - Tilboðsverð 120.000 krónur (fullt verð 150.000 kr) eða 12.500 kr á mánuði í 12 mánuði. Kaupa árskort í gegnum Stubb Bakhjarl premium fyrir 2 Tilboð til 30/9. Fullt verð 180.000 kr. Gildir fyrir tvo (2) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni og úrslitakeppni ekki á bikarleiki. Kaffi í hálfleik. Hamborgari og drykkur á heimaleikjum karla og kvenna í deild fyrir tvo (2). Bjór eins og þig lystir fyrir leik og í hálfleik á heimaleikjum karla og kvenna. Gildir fyrir tvo (2) á heimaleiki KV í 1.deild karla og kvenna (og úrslitakeppni). Einn hittingur yfir tímabilið. Sérstakur stuðningur við körfuknattleiksdeildina. Hægt að staðgreiða eða dreifa greiðslum á 12 mánuði. Tilboð gildir fyrir eingreiðslu. - Tilboðsverð 150.000 krónur (fullt verð 180.000 kr) eða 15.000 kr á mánuði í 12 mánuði. Kaupa árskort í gegnum Stubb Foreldrakort Gildir fyrir einn (1) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni , ekki í úrslitakeppni eða á bikarleiki. - Tilboðsverð 25.000 krónur (fullt verð 30.000 kr) Kaupa árskort í gegnum Stubb Undir 25 ára Gildir fyrir einn (1) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni , ekki í úrslitakeppni eða á bikarleiki. - Tilboðsverð 15.000 krónur (fullt verð 20.000 kr) Kaupa árskort í gegnum Stubb 67 ára og eldri Gildir fyrir einn (1) á heimaleiki mfl. karla og kvenna í deildarkeppni , ekki í úrslitakeppni eða á bikarleiki. - Tilboðsverð 25.000 krónur (fullt verð 30.000 kr) Kaupa árskort í gegnum Stubb Tilboðsverðin gilda til og með 30. september nk. Árskortin eru seld í gegnum Stubb .
22. september 2025
Íþróttamaður KR, taekwondo kappinn Guðmundur Flóki Sigurjónsson, fór til Póllands nú um helgina á sterkt bardagamót – Polish Open. Keppendur voru um 1000 á mótinu. Guðmundur Flóki var í 18 manna flokki, undir 80 kg senior, og taldist tíundi sterkasti keppandinn í flokknum út frá stigafjölda á heimslista, því sat hann hjá í fyrstu umferð. Í 16 manna úrslitum mætti hann silfurverðlaunahafa frá síðasta heimsmeistaramóti í junior flokki og sigraði örugglega í tveimur lotum. Næst mætti hann mjög sterkum úkraínskum keppanda sem er núna í 9. sæti heimslistans og sigraði 2-1 og komast þannig inn í undanúrslit. Þar mætti hann Azerbajan, sigraði og var þar með kominn í sjálfan úrslitabardagann. Úrslitabardaginn var á móti Króatískum keppanda, Oscar Kovacic sem var skráður sem sterkasti keppandinn í flokknum og er í fimmta sæti heimslistans. Flóki vann fyrstu lotu en Króatinn kom til baka í annarri lotu og jafnaði metinn. Úrslitabardagi og úrslitalota, hér koma sterkar taugar að góðum notum! Guðmundur Flóki sýndi hvað í honum býr og tryggði sér öruggan sigur í síðustu lotunni og gullið komið í hús.  Við óskum gulldregnum innilega til hamingju og óskum honum um leið góðs gengis á HM sem fer fram í Kína í næsta mánuði!
Eftir Ásta Urbancic 20. september 2025
Leikið í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi
19. september 2025
Í dag fylgjum við KR-ingnum Guðrúnu Björk síðasta spölinn, en hún lést þann 1.september síðastliðinn eftir erfið veikindi. Guðrún var fædd og uppalin í KR og hóf ung að árum að æfa með félaginu. Guðrún var alla tíð ákaflega hliðholl sínu félagi og lagði mikið á sig til þess að geta orðið KR að sem bestu liði. Guðrún gegndi hinum ýmsu störfum fyrir KR. Hún sat meðal annars í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar í sex ár og þar af í fimm ár sem formaður deildarinnar. Guðrún átti stóran þátt í velgengni félagsins á þeim árum, og varð karlalið deildarinnar m.a. Íslandsmeistari fimm sinnum á þeim árum. Guðrún beitti sér einnig fyrir uppbyggingu á barna og unglingastarfi félagsins. Eins lét hún sig miklu varða uppbyggingu á kvennastarfi félagsins og lagði mikinn metnað í að byggja það upp. Guðrún var kosin í aðalstjórn KR árið 2020 og sat þar til síðustu stundar. Síðustu þrjú árin hefur hún jafnframt setið í framkvæmdastjórn félagsins. Sem eigandi Bæjarins beztu hefur Guðrún einnig verið einn öflugasti bakhjarl körfuknattleiksdeildarinnar í áratugi. Guðrún var sæmd Stjörnu KR á 125 ára afmæli félagsins árið 2024. Guðrún var kosin í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands árið 2021 og aftur árið 2023 og var gjaldkeri stjórnar KKÍ þegar hún lést. Í dag kveð ég ekki bara sterkan og góðan KR-ing heldur einnig kæra vinkonu. Við Guðrún kynntumst í KR og gáfum báðar kost á okkur í aðalstjórn nokkrum árum síðar. Þú varst minn helsti stuðningsmaður í einu og öllu, hvattir mig áfram og hafðir óbilandi trú á mér. Það var margt sem við ætluðum að gera og klára saman. Aðeins viku áður en þú fórst settumst við niður og ræddum framtíðarsýnina og hvað þyrfti að gera. Þetta átti ekki að fara svona, við ákváðum það í fyrrasumar úti í Lundi. Þú varst svo hrikalega dugleg og sterk að maður hafði meiri áhyggjur af því að þú keyrðir þig of hart því uppgjöf var ekki til í þinni orðabók. „Uppgjöf þekkir enginn hér“ átti svo vel við þig og þína framgöngu alla. Ég er óendalega þakklát fyrir að hafa kynnst þér, átt þig að í mínu horni. Við gátum alltaf hlegið saman og talað saman. Takk fyrir allt.  KR-ingar kveðja Guðrúnu með mikilli eftirsjá og kærum þökkum og sendum Baldri, Jónasi og öðrum aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur. F.h. Knattspyrnufélags Reykjavíkur Þórhildur Garðarsdóttir Formaður KR
Lesa meira