FRÉTTIR
- fréttir úr öllum deildum kr -

Knattspyrnudeild KR lætur gott af sér leiða með styrktarleik til stuðnings Gigtarfélagi Íslands. Leikurinn fer fram á Meistaravöllum fimmtudaginn 28. ágúst þar sem kvennalið KR spilar við Hauka og styrkir Gigtarfélagið um leið. Gigtarfélag Íslands vinnur ötult starf við að bæta lífsgæði gigtarsjúklinga, stuðla að fræðslu og styðja við félagsfólk og aðstandendur. Gigtarsjúkdómar geta hrjáð fólk á öllum aldri, ekki einungis eldra fólk, en 75% gigtarsjúklinga eru konur. Kvennalið KR leggur málefninu lið til að efla umræðuna og safna styrktarfé sem rennur beint til Gigtarfélagsins. Leggðu okkur lið Leikmenn KR munu spila í sérstökum viðhafnarkeppnisbúningi sem hefur verið hannaður sérstaklega fyrir tilefnið. Búningurinn verður einnig til sölu í takmörkuðu upplagi fyrir leikinn. Allur ágóði sölunnar og miðasölu á leikinn mun renna til Gigtarfélags Íslands.

Miðvikudaginn 27. ágúst bjóðum við upp á fræðslufund um gigtarsjúkdóma og starfsemi Gigtarfélags Íslands. Fundurinn fer fram í félagsheimili KR kl. 18:00 en fundarstjóri verður Pálmi Rafn Pálmason framkvæmdastjóri KR. Hrönn Stefánsdóttir formaður Gigtarfélagsins segir frá starfi félagsins og þeim stuðningi og þjónustu sem félagið veitir fólki með gigt og fjölskyldum þeirra. Katrín Þórarinsdóttir gigtarlæknir mun fjalla almennt um gigtarsjúkdóma, áhrif þeirra og hvað hægt sé að gera til að bæta líðan og lífsgæði gigtarsjúklinga. Að lokum verður opið fyrir spurningar. Verið öll hjartanlega velkomin – aðgangur er ókeypis.

Golfmót KR verður haldið sunnudaginn 24. ágúst! Mótið er styktarmót Framtíðarsjóðs KR og verður haldið á Nesvellinum. Fyrsta holl er ræst út kl. 13:00 og svo koll af kolli. Leiknar verða 9-holur með punktafyrirkomulagi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin ásamt því að dregið verður úr skorkortum. Veglegir vinningar verða í boði og ber þar hæst að nefna glæsilega ferðavinninga. Skráning fer fram í gegnum GolfBox og er mótsverð 8.000 kr. Ágóði mótsins fer í Framtíðarsjóð KR en markmið sjóðsins er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Sjóðurinn hefur verið öflugur síðustu ár að styðja við yngri flokka starf félagsins. Mótið er opið öllum sem vilja styrkja KR og leggja góðu málefni lið

Hér að neðan má sjá æfingatöflu knattspyrnudeildar veturinn 2025/2026. Taflan er birt með fyrirvara um breytingar. Vetrartaflan tekur gildi frá og með mánudeginum 25.ágúst. Flokkaskipti, 8., 7. og 6. flokkur Lokaæfingar hjá 8., 7. og 6.flokki karla og kvenna eru 21.ágúst og 22.ágúst. Eftir það taka iðkendur flokkanna vikufrí. Æfingar hefjast aftur 1.september eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 8.flokkur - iðkendur fæddir 2021 og 2020 7.flokkur - iðkendur fæddir 2019 og 2018 6.flokkur - iðkendur fæddir 2016 og 2017 5. flokkur, yngra ár - iðkendur fæddir 2015 Flokkaskipti, 5. flokkur Lokaæfingar hjá 5.flokki karla og kvenna eru 29. ágúst. Eftir það taka iðkendur flokkanna vikufrí. Æfingar hefjast aftur 5.september eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 5. flokkur, eldra ár - iðkendur fæddir 2014 4. flokkur, yngra ár - iðkendur fæddir 2013 Flokkaskipti, 4. flokkur Lokaæfingar hjá 4.flokki karla og kvenna eru 14. september. Eftir það taka iðkendur flokkanna vikufrí. Æfingar hefjast aftur 22.september eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 4. flokkur, eldra ár - iðkendur fæddir 2012 3. flokkur, yngra ár - iðkendur fæddir 2011 Flokkaskipti, 3. flokkur Lokaæfingar hjá 3.flokki karla og kvenna eru 21. september. Eftir það taka iðkendur flokkanna frí. Æfingar fyrir iðkendur fædda 2010 hefjast aftur 29.september eftir flokkaskipti. Æfingar fyrir iðkendur fædda 2009 hefjast aftur 1.október eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 3. flokkur, eldra ár - iðkendur fæddir 2010 2. flokkur - iðkendur fæddir 2009

Skráning er hafin á haustönn Íþróttaskóla KR 2025 - skráning fer fram á ABLER ! Á þessari haustönn verð þrír hópar í Íþróttaskólanum. Hópunum verða skipt á eftirfarandi hátt: 09:00 - 09:50, börn fædd 2023 10:00 -10:50, börn fædd 2022 11:30 - 12:20, börn fædd 2020 - 2021 Fyrstu tveir hóparnir eru settir upp þannig að við byrjum með upphitun og svo verður þrautabraut með allskyns æfingum sem reynir á styrk, jafnvægi og þor. Börnin fá líka frjálsan tíma til leika sér með ýmsum gerðum af boltum og þroskaleikföngum sem æfa hreyfigetu og styrk.Tímanum lýkur svo á róandi stund með samveru og slökun. Síðasti hópurinn er með öðru sniði í ár. Við munum kynna fyrir börnunum sem fædd eru 2020-21 flestar þær íþróttagreinar sem eru boði hjá KR. Við munum kenna helstu reglur og grunntækni íþróttana en ásamt því fá þau að læra skemmtilega leiki sem hafa verið vinsælir hjá börnum i gegnum tíðina og eitthvað fleira skemmtilegt. Skólastjóri íþróttaskólans er Sigrún Skarphéðinsdóttir.

Árgangamót KR verður haldið laugardaginn 13.september á Meistaravöllum! Lið þurfa að lágmarki að hafa 7 leikmenn, óháð kyni. 2005 er yngsti árgangurinn sem getur tekið þátt á mótinu. Mótið verður sett kl. 14:00 og verður gleðskapur inni í félagsheimilinu að móti loknu. Nánari dagskrá verður tilkynnt þegar nær dregur. Skráning á mótið fer fram hér . Fyrirliði hvers liðs greiðir inn á reikning 0137 - 26 - 005911, kt.591184 - 0169. Skráning staðfestst þegar greiðsla er komin í hús. Verð: 30.000kr. á lið. Hlökkum til að sjá sem flesta árganga! ÁFRAM KR!

Síðasta vikan í Handboltaskólanum hófst í dag. Öll skráning á námskeiðið fer fram á Abler. HANDBOLTASKÓLI GRÓTTU/KR Skólinn er fyrir krakka f. 2014-2019 en krökkunum verður skipt upp eftir aldri þannig að öll njóti sín sem best. Byrjendur jafnt sem lengra komin eru velkomin. Krakkarnir eru beðnir um að taka með sér nesti. Námskeiðið er frá 9:00-12:00 en við bjóðum upp á gæslu frá 8:00-9:00 og síðan aftur 12:00-13:00. Beinn hlekkur á skráningu í handboltaskólann er hérna . AFREKSSKÓLI GRÓTTU/KR Skólinn er fyrir krakka og unglinga f. 2010-2013 og er ætlaður fyrir iðkendur sem vilja æfa aukalega og vera enn tilbúnari fyrir handboltaveturinn. Námskeiðið er kl. 13:00-14:15. Beinn hlekkur á skráningu í Afreksskólann er hérna . Skólastjóri námskeiðanna er Patrekur Pétursson Sanko en ásamt honum verða okkar frábæru þjálfarar félagsins að þjálfa á námskeiðinu. Námskeiðin eru haldin í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.