FRÉTTIR
- fréttir úr öllum deildum kr -
Það var mikið fjör í Sundhöllinni í gær á jólaskemmtun Sunddeildar KR. Iðkendur úr öllum hópum deildarinnar komu saman og skemmtu sér. Fyrst var sundsýning þar sem yngstu iðkendur deildar syntu sína fyrstu 25m í djúpu lauginni og stóðu sig stórkostlega Síðan var synt í kringum jólatré, sungin jólalög, borðaðar piparkökur og mandarínur og synt skemmtiboðsund. Sunddeild KR óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Sunddeild KR tók þátt á Jólamóti Ármanns 6-7 desember. KR-ingar stóðu sig glæsilega og endaði mótið á skemmtilegu Jólaboðsundi þar sem öllum keppendum mótsins var skipt í boðsundsveitir og þurftu krakkarnir svo að synda með Jólasveinahúfu á höfðinu sem þurfti að afhenda næsta sundmanni áður en að viðkomandi mátti fara á stað. Helstu úrslit af mótinu voru: Pétur Viðar Arnórsson 2 sæti í 100m skriðsundi og 3 sæti í 50m skriðsundi Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir 2 sæti í 50m flugsundi, 2 sæti í 100m flugsundi, 3 sæti í 200m flugsundi og 3 sæti í 100m fjórsundi Bríet Björk Jóhannsdóttir 3 sæti í 200m bringusundi Viktoría Vasile 1 sæti í 100m flugsundi og 1 sæti í 200m flugsundi

Helgina 22.-23. nóvember fóru strákarnir í 8.flokki á sitt annað mót í vetur. Við tefldum fram tveimur liðum og keppti hvort lið fjóra leiki. Strákarnir stóðu sig frábærlega og sáust miklar framfarir hjá þeim. 8.flokkur karla (f. 2019 og 2018) æfir á mánudögum 16:15-17:15 og miðvikudögum 16:15-17:05 upp í íþróttahúsi Hagaskóla. Við minnum á að allir mega koma prófa frítt á meðan stelpurnar okkar keppa á HM í handbolta.

Helgina 15.-16. nóvember fóru strákarnir í 7.flokki á sitt annað mót. Mótið var haldið í Myntkaup höllinni í Mosfellsbæ og spilaði hvert lið fjóra leiki. Strákarnir skemmtu sér mikið og taka allt með sér í reynslubankann. Næsta mót verður á nýju ári upp á Ásvöllum. 7.flokkur heldur áfram að æfa fram að jólum í Íþróttahúsi Hagaskóla á mánudögum og miðvikudögum klukkan 15:15-16:15.

Lið KR náðu flest góðum árangri á þriðju leikjahelginni í deildakeppni BTÍ þegar leikið var í karladeildunum fjórum. Leikið var í Íþróttahúsi Hagaskóla 22. og 23. nóvember. A- og B-lið KR leika í 1. deild og unnu bæði mikilvæga sigra um helgina. A-liðið sigraði A-lið HK og er nú í 3. sæti deildarinnar með 6 stig. B-liðið lagði B-lið BH í hörkuleik en það var fyrsti sigur liðsins í deildinni í vetur. Á forsíðunni má sjá C-lið KR, sem er eitt þriggja liða á toppi 2. deildar með 9 stig. Liðið er taplaust en hefur gert þrjú jafntefli og var fyrst liða til að leggja C-lið BH í deildinni í vetur á sunnudaginn. D- og E-lið KR eru í 3. deild og eru í 4. og 5. sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar. F-lið KR leikur í suðurriðli 4. deildar. Liðið vann báða leiki sína um helgina 6-0 og er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki, stigi á eftir liði BM, sem hefur leikið 8 leiki. Úrslit úr leikjum KR-liðanna um helgina : 1. deild HK-A – KR-A 1-6 BH-B – KR-B 4-6 KR-A – KR-B 6-4 2. deild KR-C – BH-C 6-3 KR-C – Víkingur-B 6-1 3. deild KR-D – Víkingur-C 6-0 (Víkingur C gefur leikinn) HK-C – KR-E 6-3 KR-D – KR-E 3-6 4. deild suðurriðill KR-F – Garpur-A 6-0 KR-F – Umf. Vísir 6-0 Úrslit úr öllum leikjum má sjá á vef BTÍ, www.bordtennis.is og sundurliðuð úrslit einstakra leikja á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com .









