FRÉTTIR
- fréttir úr öllum deildum kr -

Bryndís Eir Sigurjónsdóttir sigraði svartbeltis junior flokk kvenna í bardaga á bikarmóti Taekwondosambands Íslands í október og var í kjölfarið valin kona mótsins. Glæsilegur árangur hjá Bryndísi. Taekwondosamband Íslands hélt fyrsta bikarmót vetrarins nú um daginn og var venju samkvæmt keppt í bæði formum og bardaga. KR-ingar sendu 18 keppendur til leiks en mótið fór fram á heimavelli ÍR-inga. Helmingur KR-inga keppti í minior flokki sem er fyrir 11 ára og yngri og stóðu þau sig öll með stakri prýði í báðum keppnisgreinum. Í cadet (12-14 ára) og junior (15-17 ára) flokkum er svo keppt um sæti og þar sigruðu Prasun og Bjartur sína flokka í poomsae (form), Daníel fékk silfur en Ari og Bryndís fengu brons á poomsae deginum. Þetta skilaði félaginu 15 stigum og 5. sæti af 8 félögum fyrir þennan hluta mótsins. Í bardaga fengu Prasun, Þorlákur og Bryndís gull í sínum flokkum, Kári, Ómar og Kiljan silfur og Ari brons. Þetta skilaði félaginu 29 stigum og öðru sæti fyrir bardagahluta mótsins en eins og áður sagði hlaut Bryndís líka viðurkenningu sem kona mótsins. Glæsilegur árangur og góðs viti fyrir keppnisveturinn.

Um síðustu helgi hélt Taekwondosamband Íslands Íslandsmót í poomsae og áttu við KR-ingar sex fulltrúa á mótinu. Ólafur, Snævar og Daníel kepptu á sínu fyrsta Íslandsmóti, í C flokki 12-14 ára og stóðu sig með prýði í einstaklingskeppni en í liðakeppni tóku þeir höndum saman og enduðu í öðru sæti og fóru því heim með silfur. Góð byrjun þar og eiga vonandi eftir að halda áfram að keppa saman. Prasun keppt í B flokki 12-14 ára og rétt varð af gullinu en endaði með öruggt og gott silfur. Þá keppti Bjartur í B flokki 15-17 ára þar sem hann var í sömu aðstæðum og Prasun og endaði líka með silfur. Saman kepptu þeir svo í parakeppni í 15-17 ára flokki B og fóru þar með sigur af hólmi og hampa því Íslandsmeistaratitli í parakeppni. Við óskum þeim til hamingju með titilinn!

Borðtennisdeild KR hélt mót fyrir byrjendur í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 9. nóvember. Keppt var í tveimur flokkum stráka og stelpna og líka keppt í fullorðinsflokki. Keppendur voru 37 frá BH, BM, Garpi, HK, ÍFR, KR, Leikni, Umf. Vísi og Víkingi. Úrslit úr einstökum flokkum: 1.- 6. bekkur strákar 1. Antoni Ben Powichrowski, HK 2. Hreiðar Birkir Baldvinsson, BM 3.-4. Birkir Berg Bæringsson, Garpi 3.-4. Þór Hechmann Emilsson, HK 1.- 6. bekkur stelpur 1. Anna Karen Malmquist, Umf. Vísi 2. Elísabet Ngo Björnsdóttir, KR 3.-4. Nikola Bienkowska, KR 3.-4. Þórdís Gunnarsdóttir, KR 7.- 10. bekkur strákar og stelpur 1. Magnús Loftsson, BH 2. Abdirman Muhanat Abdirman, Leikni 3.-4. Elías Bjarmi Eyþórsson, Víkingi 3.-4. Stefán Bragi Bjarkason, BH Agnes Lovísa Jóhannsdóttir, ÍFR var ein skráð í flokk stelpna í 7.-10. bekk og spilaði hún með strákunum. Fullorðinsflokkur karla og kvenna 1. Einar Benediktsson, KR 2. Atli Þór Þorvaldsson, BH 3. Vilborg Jónsdóttir, BH 4. Sigþrúður Ármann, KR Það voru þrír karlar og tvær konur skráðar í flokk fullorðinna og var spilað í einum flokki. Öll úrslit úr mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/8c09b924-0023-449f-8ab4-375e43fbb55b

Íslands- og unglingameistaramótið í 25m laug var haldið í laugardalslaug helgina 7-9 nóvember. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur. Sunddeild KR var með 4 keppendur á mótinu. · Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir · Þórður Karl Steinarsson · Viktoria Vasile · Jón Haukur Þórsson Öll stóðu þau sig glæsilega um helgina. Áfram KR!!!

Verktakafyrirtækið Eykt mun byggja nýtt fjölnota íþróttahús KR í Frostaskjóli. Samþykkt var á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum að gengið verði að tilboði fyrirtækisins sem átti hagkvæmasta tilboðið. Verklok eru áætluð haustið 2027. Í tilkynningu kemur fram að Reykjavíkurborg sér um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss og er kostnaðaráætlun við framkvæmdina um 3,2 milljarðar króna. Fjölnota íþróttahúsið verður um 6.700 fermetrar að stærð. Þar verður um 4.400 fermetra stór íþróttasalur sem nýtist flestum deildum KR. Í húsinu verður gervigrasvöllur þar sem hægt verður að æfa knattspyrnu og keppa mótsleiki í átta manna bolta.

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir sigruðu í liðakeppni meyja 15 ára og yngri á Ängby International borðtennismótinu um helgina. Í undanúrslitum lögðu þær lið frá B72 í Osló 3-2, sem var skipað stúlkum úr norska unglingalandsliðinu. Í úrslitum sigruðu þær aðallið Spårvägens BTK frá Svíþjóð 3-1, en í liðinu er m.a. leikmaður sem lék á EM unglinga sl. sumar. Þær Guðbjörg Vala og Helena léku einnig í nokkrum flokkum í einliðaleik og lengst náði Guðbjörg Vala í flokki stúlkna undir 16 ára aldri, þar sem hún varð í 5.-8. sæti. Eiríkur Logi Gunnarsson lék einnig í einliðaleik á mótinu en tapaði sínum leikjum. Skúli Gunnarsson var með hópnum á mótinu og myndirnar eru frá honum komnar.








