FRÉTTIR

- fréttir úr öllum deildum kr -

Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12. desember 2025
Það var mikið fjör í Sundhöllinni í gær á jólaskemmtun Sunddeildar KR. Iðkendur úr öllum hópum deildarinnar komu saman og skemmtu sér. Fyrst var sundsýning þar sem yngstu iðkendur deildar syntu sína fyrstu 25m í djúpu lauginni og stóðu sig stórkostlega Síðan var synt í kringum jólatré, sungin jólalög, borðaðar piparkökur og mandarínur og synt skemmtiboðsund. Sunddeild KR óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10. desember 2025
Sunddeild KR tók þátt á Jólamóti Ármanns 6-7 desember. KR-ingar stóðu sig glæsilega og endaði mótið á skemmtilegu Jólaboðsundi þar sem öllum keppendum mótsins var skipt í boðsundsveitir og þurftu krakkarnir svo að synda með Jólasveinahúfu á höfðinu sem þurfti að afhenda næsta sundmanni áður en að viðkomandi mátti fara á stað. Helstu úrslit af mótinu voru: Pétur Viðar Arnórsson 2 sæti í 100m skriðsundi og 3 sæti í 50m skriðsundi Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir 2 sæti í 50m flugsundi, 2 sæti í 100m flugsundi, 3 sæti í 200m flugsundi og 3 sæti í 100m fjórsundi Bríet Björk Jóhannsdóttir 3 sæti í 200m bringusundi Viktoría Vasile 1 sæti í 100m flugsundi og 1 sæti í 200m flugsundi
8. desember 2025
Hér að neðan eru niðurstöður happdrættis á jólakvöldi knattspyrnudeildar frá því á föstudaginn. Vinninga má nálgast á skrifstofu framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar. Vonandi var heppnin með þér!  Vinningaskrá
5. desember 2025
Helgina 22.-23. nóvember fóru strákarnir í 8.flokki á sitt annað mót í vetur. Við tefldum fram tveimur liðum og keppti hvort lið fjóra leiki. Strákarnir stóðu sig frábærlega og sáust miklar framfarir hjá þeim. 8.flokkur karla (f. 2019 og 2018) æfir á mánudögum 16:15-17:15 og miðvikudögum 16:15-17:05 upp í íþróttahúsi Hagaskóla. Við minnum á að allir mega koma prófa frítt á meðan stelpurnar okkar keppa á HM í handbolta.
2. desember 2025
Helgina 15.-16. nóvember fóru strákarnir í 7.flokki á sitt annað mót. Mótið var haldið í Myntkaup höllinni í Mosfellsbæ og spilaði hvert lið fjóra leiki. Strákarnir skemmtu sér mikið og taka allt með sér í reynslubankann. Næsta mót verður á nýju ári upp á Ásvöllum. 7.flokkur heldur áfram að æfa fram að jólum í Íþróttahúsi Hagaskóla á mánudögum og miðvikudögum klukkan 15:15-16:15.
2. desember 2025
Góð ferð með landsliðinu í Storklinten
Eftir Ásta Urbancic 27. nóvember 2025
Lið KR náðu flest góðum árangri á þriðju leikjahelginni í deildakeppni BTÍ þegar leikið var í karladeildunum fjórum. Leikið var í Íþróttahúsi Hagaskóla 22. og 23. nóvember. A- og B-lið KR leika í 1. deild og unnu bæði mikilvæga sigra um helgina. A-liðið sigraði A-lið HK og er nú í 3. sæti deildarinnar með 6 stig. B-liðið lagði B-lið BH í hörkuleik en það var fyrsti sigur liðsins í deildinni í vetur. Á forsíðunni má sjá C-lið KR, sem er eitt þriggja liða á toppi 2. deildar með 9 stig. Liðið er taplaust en hefur gert þrjú jafntefli og var fyrst liða til að leggja C-lið BH í deildinni í vetur á sunnudaginn. D- og E-lið KR eru í 3. deild og eru í 4. og 5. sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar. F-lið KR leikur í suðurriðli 4. deildar. Liðið vann báða leiki sína um helgina 6-0 og er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki, stigi á eftir liði BM, sem hefur leikið 8 leiki. Úrslit úr leikjum KR-liðanna um helgina : 1. deild HK-A – KR-A 1-6 BH-B – KR-B 4-6 KR-A – KR-B 6-4 2. deild KR-C – BH-C 6-3 KR-C – Víkingur-B 6-1 3. deild KR-D – Víkingur-C 6-0 (Víkingur C gefur leikinn) HK-C – KR-E 6-3 KR-D – KR-E 3-6 4. deild suðurriðill KR-F – Garpur-A 6-0 KR-F – Umf. Vísir 6-0 Úrslit úr öllum leikjum má sjá á vef BTÍ, www.bordtennis.is og sundurliðuð úrslit einstakra leikja á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com .
25. nóvember 2025
KOMDU OG PRÓFAÐU HANDBOLTA
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 24. nóvember 2025
Fjör í Kópavogslaug um helgina
Lesa meira