Fréttir

Eftir Ásta Urbancic 14. nóvember 2025
Borðtennisdeild KR hélt mót fyrir byrjendur í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 9. nóvember. Keppt var í tveimur flokkum stráka og stelpna og líka keppt í fullorðinsflokki. Keppendur voru 37 frá BH, BM, Garpi, HK, ÍFR, KR, Leikni, Umf. Vísi og Víkingi. Úrslit úr einstökum flokkum: 1.- 6. bekkur strákar 1. Antoni Ben Powichrowski, HK 2. Hreiðar Birkir Baldvinsson, BM 3.-4. Birkir Berg Bæringsson, Garpi 3.-4. Þór Hechmann Emilsson, HK 1.- 6. bekkur stelpur 1. Anna Karen Malmquist, Umf. Vísi 2. Elísabet Ngo Björnsdóttir, KR 3.-4. Nikola Bienkowska, KR 3.-4. Þórdís Gunnarsdóttir, KR 7.- 10. bekkur strákar og stelpur 1. Magnús Loftsson, BH 2. Abdirman Muhanat Abdirman, Leikni 3.-4. Elías Bjarmi Eyþórsson, Víkingi 3.-4. Stefán Bragi Bjarkason, BH Agnes Lovísa Jóhannsdóttir, ÍFR var ein skráð í flokk stelpna í 7.-10. bekk og spilaði hún með strákunum. Fullorðinsflokkur karla og kvenna 1. Einar Benediktsson, KR 2. Atli Þór Þorvaldsson, BH 3. Vilborg Jónsdóttir, BH 4. Sigþrúður Ármann, KR Það voru þrír karlar og tvær konur skráðar í flokk fullorðinna og var spilað í einum flokki. Öll úrslit úr mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/8c09b924-0023-449f-8ab4-375e43fbb55b
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10. nóvember 2025
Íslands- og unglingameistaramótið í 25m laug var haldið í laugardalslaug helgina 7-9 nóvember. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur. Sunddeild KR var með 4 keppendur á mótinu. · Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir · Þórður Karl Steinarsson · Viktoria Vasile · Jón Haukur Þórsson Öll stóðu þau sig glæsilega um helgina. Áfram KR!!!
3. nóvember 2025
Verktakafyrirtækið Eykt mun byggja nýtt fjölnota íþróttahús KR í Frostaskjóli. Samþykkt var á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum að gengið verði að tilboði fyrirtækisins sem átti hagkvæmasta tilboðið. Verklok eru áætluð haustið 2027. Í tilkynningu kemur fram að Reykjavíkurborg sér um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss og er kostnaðaráætlun við framkvæmdina um 3,2 milljarðar króna. Fjölnota íþróttahúsið verður um 6.700 fermetrar að stærð. Þar verður um 4.400 fermetra stór íþróttasalur sem nýtist flestum deildum KR. Í húsinu verður gervigrasvöllur þar sem hægt verður að æfa knattspyrnu og keppa mótsleiki í átta manna bolta.
Fleiri fréttir
mán
þri
mið
Fim
fös
lau
sun

27

28

29

30

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-ÍA

31

1

Sund: Speddó mót ÍRB (D hópur)

19:15 Körfubolti mfl kvk: Valur-KR

2

3

4

5

19:15 Körfubolti mfl kvk: KR-Grindavík

6

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-Álftanes

7

Sund: Íslandsmeistaramótið í 25m laug ( A hópur)

8

Sund: Íslandsmeistaramótið í 25m laug ( A hópur)

Borðtennis: 1. og 2. deild kvenna

9

Sund: Íslandsmeistaramótið í 25m laug ( A hópur)

09:00 Byrjendamót í borðtennis kl. 9:00 í íþróttahúsi Hagaskóla

10

11

12

13

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-Njarðvík

14

15

16

17

18

19

20

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-Valur

21

22

Borðtennis: 1. og 2. deild karla

Sund: Haustmót Breiðabliks ( A,B,C og D hópur)

23

Borðtennis: 3. og 4. deild karla

Sund: Haustmót Breiðabliks ( A,B,C og D hópur)

19:15 Körfubolti mfl kvk: Keflavík-KR

Sýna allt

24

25

26

19:15 Körfubolti mfl kvk: KR-Hamar/Þór

27

28

29

30

KR x Macron

Kaupa treyju

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40 og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu.


Æfingarnar eru í KR alla mánudaga og föstudaga og fara fram á þremur mismunandi tímum:
kl. 8:45 - 9:45

kl 9:45 - 10:45

kl 10:45 - 11:45


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.

ÖFLUG   LIÐSHEILD   SEM FÓRNAR SÉR

Styrkja KR


Einstaklingar  geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki  geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í
endurbætur  og yngri flokka  félagsins.


Nánari upplýsingar