21. nóvember 2025
Bryndís Eir Sigurjónsdóttir sigraði svartbeltis junior flokk kvenna í bardaga á bikarmóti Taekwondosambands Íslands í október og var í kjölfarið valin kona mótsins. Glæsilegur árangur hjá Bryndísi. Taekwondosamband Íslands hélt fyrsta bikarmót vetrarins nú um daginn og var venju samkvæmt keppt í bæði formum og bardaga. KR-ingar sendu 18 keppendur til leiks en mótið fór fram á heimavelli ÍR-inga. Helmingur KR-inga keppti í minior flokki sem er fyrir 11 ára og yngri og stóðu þau sig öll með stakri prýði í báðum keppnisgreinum. Í cadet (12-14 ára) og junior (15-17 ára) flokkum er svo keppt um sæti og þar sigruðu Prasun og Bjartur sína flokka í poomsae (form), Daníel fékk silfur en Ari og Bryndís fengu brons á poomsae deginum. Þetta skilaði félaginu 15 stigum og 5. sæti af 8 félögum fyrir þennan hluta mótsins. Í bardaga fengu Prasun, Þorlákur og Bryndís gull í sínum flokkum, Kári, Ómar og Kiljan silfur og Ari brons. Þetta skilaði félaginu 29 stigum og öðru sæti fyrir bardagahluta mótsins en eins og áður sagði hlaut Bryndís líka viðurkenningu sem kona mótsins. Glæsilegur árangur og góðs viti fyrir keppnisveturinn.
21. nóvember 2025
Um síðustu helgi hélt Taekwondosamband Íslands Íslandsmót í poomsae og áttu við KR-ingar sex fulltrúa á mótinu. Ólafur, Snævar og Daníel kepptu á sínu fyrsta Íslandsmóti, í C flokki 12-14 ára og stóðu sig með prýði í einstaklingskeppni en í liðakeppni tóku þeir höndum saman og enduðu í öðru sæti og fóru því heim með silfur. Góð byrjun þar og eiga vonandi eftir að halda áfram að keppa saman. Prasun keppt í B flokki 12-14 ára og rétt varð af gullinu en endaði með öruggt og gott silfur. Þá keppti Bjartur í B flokki 15-17 ára þar sem hann var í sömu aðstæðum og Prasun og endaði líka með silfur. Saman kepptu þeir svo í parakeppni í 15-17 ára flokki B og fóru þar með sigur af hólmi og hampa því Íslandsmeistaratitli í parakeppni. Við óskum þeim til hamingju með titilinn!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10. nóvember 2025
Íslands- og unglingameistaramótið í 25m laug var haldið í laugardalslaug helgina 7-9 nóvember. Sunddeild KR keppti sem partur af sameinuðu liði Reykjavíkur. Sunddeild KR var með 4 keppendur á mótinu. · Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir · Þórður Karl Steinarsson · Viktoria Vasile · Jón Haukur Þórsson Öll stóðu þau sig glæsilega um helgina. Áfram KR!!!
Fleiri fréttir
mán
þri
mið
Fim
fös
lau
sun

27

28

29

30

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-ÍA

31

1

Sund: Speddó mót ÍRB (D hópur)

19:15 Körfubolti mfl kvk: Valur-KR

2

3

4

5

19:15 Körfubolti mfl kvk: KR-Grindavík

6

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-Álftanes

7

Sund: Íslandsmeistaramótið í 25m laug ( A hópur)

8

Sund: Íslandsmeistaramótið í 25m laug ( A hópur)

Borðtennis: 1. og 2. deild kvenna

9

Sund: Íslandsmeistaramótið í 25m laug ( A hópur)

09:00 Byrjendamót í borðtennis kl. 9:00 í íþróttahúsi Hagaskóla

10

11

12

13

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-Njarðvík

14

15

16

17

18

19

20

19:15 Körfubolti mfl kk: KR-Valur

21

22

Sund: Haustmót Breiðabliks ( A,B,C og D hópur)

14:00 Borðtennis: 1. deild karla (Íþr. Hagaskóla)

23

Sund: Haustmót Breiðabliks ( A,B,C og D hópur)

09:00 Borðtennis: 2., 3. og 4. deild karla

19:15 Körfubolti mfl kvk: Keflavík-KR

Sýna allt

24

25

26

19:15 Körfubolti mfl kvk: KR-Hamar/Þór

27

28

29

30

KR x Macron

Kaupa treyju

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40 og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu.


Æfingarnar eru í KR alla mánudaga og föstudaga og fara fram á þremur mismunandi tímum:
kl. 8:45 - 9:45

kl 9:45 - 10:45

kl 10:45 - 11:45


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.

ÖFLUG   LIÐSHEILD   SEM FÓRNAR SÉR

Styrkja KR


Einstaklingar  geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki  geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í
endurbætur  og yngri flokka  félagsins.


Nánari upplýsingar