BORÐTENNIS

FRÉTTIR

Eftir Ásta Urbancic 28. apríl 2025
A-lið KR varð bikarmeistari í borðtennis sunnudaginn 27. apríl. Liðið sigraði bikarmeistara fyrra árs, BH 4-1 í úrslitaleik. Leikurinn var jafn og spennandi og unnust allir fjórir sigrar KR í oddalotu, eftir að leikmaður KR hafði verið undir. Lið KR skipuðu þau Ellert Kristján Georgsson, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Pétur Gunnarsson. Í bikarkeppni eru mest leiknir fjórir einliðaleikir karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla og tvenndarleikur, og vinnur það lið sem fyrr vinnur fjórar viðureignir. Úrslit í einstökum viðureignum, KR-A - BH-A: Pétur Gunnarsson - Þorbergur Freyr Pálmarsson 3-2 Ellert Kristján Georgsson - Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 3-2 Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir - Sól Kristínardóttir Mixa 3-2 Ellert/Pétur - Þorbergur/Jóhannes 0-3 Guðbjörg/Pétur - Sól/Þorbergur 3-2 KR varð síðast bikarmeistari fyrir 9 árum síðan.
Eftir Ásta Urbancic 16. apríl 2025
Ellert Kristján Georgsson sigraði í meistaraflokki karla á Stóra Víkingsmótinu, sem fram fór í TBR-húsinu laugardaginn 12. apríl. KR sigraði tvöfalt í flokknum, því Gestur Gunnarsson varð annar. Norbert Bedö varð svo í 3.-4. sæti. Þá varð Finnur Hrafn Jónsson í 4. sæti í eldri flokki karla.
16. apríl 2025
Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar er til miðnættis 24. apríl nk., framboðum skal skila til framkvæmdarstjóra félagsins, Pálma Rafns Pálmasonar, palmi@kr.is
Eftir Ásta Urbancic 10. apríl 2025
Lúkas André Ólason sigraði í einliðaleik pilta 12-13 ára og Viktor Daníel Pulgar í flokki sveina 14-15 ára á aldursflokkamóti HK, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi sunnudaginn 6. apríl. Mótið er liður í aldursflokkamótaröð HK, Butterfly og pingpong.is sem lýkur með lokamóti 3. maí, en á lokamótið komast eingöngu stigahæstu leikmennirnir í hverjum flokki á keppnistímabilinu. Lúkas er efstur í flokki 12-13 ára og með sigri sínum tryggði Viktor sér líka sæti á lokamótinu. Á forsíðumyndinni, sem er tekin af vef BTÍ, má sjá verðlaunahafa í piltaflokki.
7. apríl 2025
Aðalfundur borðtennisdeildar verður halinn í bikarherberginu þriðjudaginn 14. apríl kl. 21:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.
Eftir Ásta Urbancic 30. mars 2025
A-lið KR varð í 3. sæti í 1. deild kvenna
Eftir Ásta Urbancic 27. mars 2025
Helena Árnadóttir sigraði í stúlknaflokki
Eftir Ásta Urbancic 24. mars 2025
Guðbjörg Vala varð þrefaldur meistari
Eftir Ásta Urbancic 2. mars 2025
KR með verðlaunahafa í átta flokkum á Íslandsmótinu
Eftir Ásta Urbancic 25. febrúar 2025
Þórunn Erla Gunnarsdóttir sigraði í meyjaflokki 13-15 ára á Ping Pong aldursflokkamóti Víkings, sem fram fór í TBR-húsinu sunnudaginn 23. febrúar. Marta Dögg Stefánsdóttir varð í 3. sæti, en Emma Niznianska úr BR varð í 2. sæti. Þær þrjár fengu allar jafnmarga vinninga en Þórunn sigraði á besta hlutfalli unninna og tapaðra lotna. Þórunn og Marta voru einu keppendur KR á mótinu.
Lesa meira