BORÐTENNIS
FRÉTTIR

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, 15 ára leikmaður KR, var valin borðtenniskona ársins 2025 í kjöri Borðtennissambands Íslands. Á vef Borðtennissambandins er þessi umsögn um Guðbjörgu Völu: "Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er 15 ára leikmaður KR. Guðbjörg Vala varð í öðru sæti í einliðaleik á Íslandsmótinu í vor aðeins 14 ára að aldri og sigraði á lokamóti BTÍ skömmu síðar. Þá keppti hún víða erlendis á árinu, svo sem á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og hefur stimplað sig inn sem ein af efnilegustu borðtenniskonum Norðurlandanna með sigrum í sínum aldursflokki á fjölmennum mótum í Ängby, Hróarskeldu, með 5. sæti á Safir International og með tímamótaárangri þegar hún komst í 64-manna úrslit í flokki 15 ára og yngri á sterku EM unglinga í sumar. Guðbjörg Vala er frábær fulltrúi íslensks kvennaborðtenniss og á framtíðina fyrir sér."

Eiríkur Logi Gunnarsson sigraði í einliðaleik 23 ára og yngri á móti í Osló laugardaginn 13. desember. Mótið kallast KM Oslo & Akershus 2025. Eiríkur lagði andstæðing frá Oslo BTK örugglega 3-0 í úrslitum. Hann keppti líka í opnum flokki karla og varð í 5.-8. sæti. Eiríkur dvelur í suðurhluta Svíþjóðar við æfingar um þessar mundir og leikur með liði Åstorps í sænsku deildakeppninni. Gestur, bróðir hans, hefur einnig leikið með liði Åstorps.

Lið KR náðu flest góðum árangri á þriðju leikjahelginni í deildakeppni BTÍ þegar leikið var í karladeildunum fjórum. Leikið var í Íþróttahúsi Hagaskóla 22. og 23. nóvember. A- og B-lið KR leika í 1. deild og unnu bæði mikilvæga sigra um helgina. A-liðið sigraði A-lið HK og er nú í 3. sæti deildarinnar með 6 stig. B-liðið lagði B-lið BH í hörkuleik en það var fyrsti sigur liðsins í deildinni í vetur. Á forsíðunni má sjá C-lið KR, sem er eitt þriggja liða á toppi 2. deildar með 9 stig. Liðið er taplaust en hefur gert þrjú jafntefli og var fyrst liða til að leggja C-lið BH í deildinni í vetur á sunnudaginn. D- og E-lið KR eru í 3. deild og eru í 4. og 5. sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar. F-lið KR leikur í suðurriðli 4. deildar. Liðið vann báða leiki sína um helgina 6-0 og er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki, stigi á eftir liði BM, sem hefur leikið 8 leiki. Úrslit úr leikjum KR-liðanna um helgina : 1. deild HK-A – KR-A 1-6 BH-B – KR-B 4-6 KR-A – KR-B 6-4 2. deild KR-C – BH-C 6-3 KR-C – Víkingur-B 6-1 3. deild KR-D – Víkingur-C 6-0 (Víkingur C gefur leikinn) HK-C – KR-E 6-3 KR-D – KR-E 3-6 4. deild suðurriðill KR-F – Garpur-A 6-0 KR-F – Umf. Vísir 6-0 Úrslit úr öllum leikjum má sjá á vef BTÍ, www.bordtennis.is og sundurliðuð úrslit einstakra leikja á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com .

Borðtennisdeild KR hélt mót fyrir byrjendur í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 9. nóvember. Keppt var í tveimur flokkum stráka og stelpna og líka keppt í fullorðinsflokki. Keppendur voru 37 frá BH, BM, Garpi, HK, ÍFR, KR, Leikni, Umf. Vísi og Víkingi. Úrslit úr einstökum flokkum: 1.- 6. bekkur strákar 1. Antoni Ben Powichrowski, HK 2. Hreiðar Birkir Baldvinsson, BM 3.-4. Birkir Berg Bæringsson, Garpi 3.-4. Þór Hechmann Emilsson, HK 1.- 6. bekkur stelpur 1. Anna Karen Malmquist, Umf. Vísi 2. Elísabet Ngo Björnsdóttir, KR 3.-4. Nikola Bienkowska, KR 3.-4. Þórdís Gunnarsdóttir, KR 7.- 10. bekkur strákar og stelpur 1. Magnús Loftsson, BH 2. Abdirman Muhanat Abdirman, Leikni 3.-4. Elías Bjarmi Eyþórsson, Víkingi 3.-4. Stefán Bragi Bjarkason, BH Agnes Lovísa Jóhannsdóttir, ÍFR var ein skráð í flokk stelpna í 7.-10. bekk og spilaði hún með strákunum. Fullorðinsflokkur karla og kvenna 1. Einar Benediktsson, KR 2. Atli Þór Þorvaldsson, BH 3. Vilborg Jónsdóttir, BH 4. Sigþrúður Ármann, KR Það voru þrír karlar og tvær konur skráðar í flokk fullorðinna og var spilað í einum flokki. Öll úrslit úr mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/8c09b924-0023-449f-8ab4-375e43fbb55b












