HANDBOLTI

FRÉTTIR

Fréttir 

16. apríl 2025
Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar er til miðnættis 24. apríl nk., framboðum skal skila til framkvæmdarstjóra félagsins, Pálma Rafns Pálmasonar, palmi@kr.is
7. apríl 2025
Í dymbilvikunni verður boðið upp á Handboltaskóla Gróttu/KR. Skólinn fer fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi milli kl. 09:00-12:00 og er fyrir krakka í 1. - 6.bekk (f. 2018-2013). Skipt verður upp í hópa eftir aldri. Námskeiðsdagarnir eru: Mánudagur 14.apríl Þriðjudagur 15.apríl Miðvikudagur 16.apríl Þjálfarar í Páskahandboltaskólanum verða þjálfarar félagsins og leikmenn meistaraflokkanna. Öll eru velkomin, hvort sem þau hafi æft áður eða eru byrjendur. Skráning fer fram í Aber en beinn skráningarhlekkur er hérna: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzkxMzQ=
2. apríl 2025
Helgina 8. - 10. mars fóru strákarnir í 7. flokki drengja í Gróttu/KR á sitt þriðja mót í vetur. Við tefldum við fram fjórum liðum og stóðu strákarnir sig frábærlega. Það er eitt mót eftir og er það gistimót á Selfossi helgina 25. - 27. apríl. 7. og 8. flokkur karla æfir alla mánudaga og miðvikudaga kl 15:30 - 16:30 í Íþróttahúsi Hagaskóla. Það hafa um 40 strákar verið að mæta á allar æfingar seinustu vikur þannig hægt að segja það sé mikill handboltaáhugi að kvikna hér í Vesturbænum.
21. febrúar 2025
Dagana 8. - 9. febrúar fór fram Cheerios-mótið á Seltjarnarnesi. Við tefldum fram þremur liðum sem stóðu sig vel. Strákarnir hafa verið duglegir að æfa undir stjórn þjálfaranna sinna.  Næsta mót strákanna er um miðjan apríl þegar þeir fara í Úlfarsárdalinn.
20. febrúar 2025
Helgina 25. - 26.janúar léku strákarnir í 7. flokki á þriðja Íslandsmóti vetrarins. Mótið fór fram í Framheimilinu í Úlfarsárdal. 18 strákar tóku þátt í fjórum liðum. Það var gaman að sjá framfarirnar hjá strákunum á mótinu en þeir hafa verið dulegir að æfa undir handleiðslu þjálfaranna sinna. Næsta mót strákanna er í byrjun mars þegar þeir mæta í Kópavoginn og taka þátt á Ákamóti HK. Æfingatímarnir eru: Mánudagar kl. 15:30-16:30 Miðvikudagar kl. 15:30-16:20 Æfingar fara fram íþróttahúsi Hagaskóla. Þjálfarar flokksins eru þeir Antoine, Kári, Hannes og Mikki. Þeir taka vel á móti öllum sem vilja prófa.
20. febrúar 2025
Á dögunum fór fram mót hjá stelpunum í 7. flokki kvenna. Mótið fór fram í Safamýri í umsjón Víkinga. Stelpurnar okkar léku fjóra leiki, skemmtu sér konunglega og lögðu sig allar fram. Næsta mót stelpnanna er í byrjun mars þegar þær fara á hið árlega Ákamót HK. Æfingatímar 7.flokks kvenna eru: Þriðjudagar kl. 15:30-16:20 Föstudagar kl. 16:30-17:20 Við viljum hvetja allar stelpur í 3. og 4. bekk að koma og prófa. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsi Hagaskóla. Arna Katrín Viggósdóttir er þjálfari stelpnanna og tekur vel á móti þeim.
16. febrúar 2025
Knattspyrnufélag Reykjavíkur er 126 ára í dag og því við hæfi að taka fyrstu skóflustungu af fjölnotaíþróttahúsi félagsins, sem við höfum beðið svo lengi eftir. Það voru iðkendur úr deildum félagsins sem tóku fyrstu skóflustunguna ásamt Þórhildi Garðarsdóttur, formanni KR, Einari Þorsteinssyni Borgarstjóra, Skúli Helgasyni formanni menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur og Árna Geir Magnússyni formanni byggingarnefndar félagsins. Við munum fljótlega setja inn upplýsingar um byggingafasa hússins og upplýsa ykkur um stöðuna reglulega fram að vígslu. Til hamingju með daginn allir KR-ingar
12. febrúar 2025
Vetrarleyfi grunnskólanna er á næsta leiti. Eins og undanfarin ár verður Handboltaskóli Gróttu/KR starfræktur þá daga. Skólinn verður í Hertz-höllinni milli kl. 09:00-12:00 og fer skráningin fram í Abler. Skipt verður í hópa eftir aldri. Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem æfa og hafa ekki æft áður. Stelpur eru sérstaklega hvattar til að skrá sig á námskeiðið. Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar deildarinnar og leikmenn meistaraflokks.  Hvor dagur kostar eingöngu 3.000 kr. Skráning er hafin hér
21. janúar 2025
HM í handbolta karla er í fullum gangi. Í tilefni af því bjóðum við öllum krökkum að koma og prófa handboltaæfingar hjá okkur þeim að kostnaðarlausu. Æfingatöflu KR má finna á heimasíðu KR: https://www.kr.is/handbolti Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum. Áfram KR, áfram Grótta/KR og áfram Ísland !
22. desember 2024
Sendum stuðningsmönnum, sjálfboðaliðum, iðkendum okkar og fjölskyldum þeirra okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. Við hlökkum til ársins 2025 með ykkur. Njótið sem allra best - Minnum á að húsið er lokað til 2. janúar.
Lesa meira