HANDBOLTI

FRÉTTIR

Fréttir 

8. október 2025
Næstu tvær vikur í handboltanum eru vinavikur. Þá hvetjum við alla iðkendur til að bjóða vinum og vinkonum sínum með sér á æfingu þeim að kostnaðarlausu. Enn fremur mega allir krakkar koma á þessum tíma og prófa æfingar. Þjálfarar flokkanna taka vel á móti öllum sem koma á æfingar. Æfingatöflu handboltans má sjá hér: https://www.kr.is/handbolti Á fram KR og áfram Grótta/KR !
12. september 2025
Handboltaæfingarnar eru komnar á fullt og okkur langar að fá enn þá fleiri krakka til að prófa handbolta. Við erum með frábæra þjálfara sem taka vel á móti krökkunum. Það kostar ekkert að koma í heimsókn og prófa nokkrar æfingar. Æfingatöflu yngstu flokkanna má sjá hér á myndinni. Allar nánari upplýsingar má finna á https://www.kr.is/handbolti Áfram handbolti !
12. september 2025
Undanfarin ár hefur 7. og 8.flokkur karla æft saman í íþróttahúsi Hagaskóla. Þörfin fyrir breytingu var mikil þar sem aldursbilið var breitt og æfingatíminn hentaði yngstu strákunum illa. Núna í haust var breyting á því og nú æfir 7.flokkur sér og 8.flokkur sér og seinna á daginn. Þessi breyting hefur fallið vel í kramið og núna mæta að staðaldri 30-35 strákar á æfingar 7.flokks og um 13-15 strákar á æfingar 8.flokks. Á myndinni má sjá kampakáta leikmenn 7.flokks eftir æfingu. Þjálfararnir eru frábærir en Antoine Óskar Pantano er aðalþjálfari strákanna og með honum eru Sverrir Arnar Hjaltason, Þórður Magnús Árnason og Sigurvin Elí Jónsson. Það eru allir velkomnir á æfingar og taka Antoine og félagar vel á móti nýjum andlitum. Æfingarnar eru: 7.flokkur karla (f. 2016-2017) Mánudagar kl. 15:15-16:15 Miðvikudagar kl. 15:15-16:15 8.flokukr karla (f. 2018-2019) Mánudagar kl. 16:15-17:15 Miðvikudagar kl. 16:15-17:05. Allar æfingar fara fram í íþróttahúsi Hagaskóla.
18. ágúst 2025
Síðasta vikan í Handboltaskólanum hófst í dag. Öll skráning á námskeiðið fer fram á Abler.  HANDBOLTASKÓLI GRÓTTU/KR Skólinn er fyrir krakka f. 2014-2019 en krökkunum verður skipt upp eftir aldri þannig að öll njóti sín sem best. Byrjendur jafnt sem lengra komin eru velkomin. Krakkarnir eru beðnir um að taka með sér nesti. Námskeiðið er frá 9:00-12:00 en við bjóðum upp á gæslu frá 8:00-9:00 og síðan aftur 12:00-13:00. Beinn hlekkur á skráningu í handboltaskólann er hérna . AFREKSSKÓLI GRÓTTU/KR Skólinn er fyrir krakka og unglinga f. 2010-2013 og er ætlaður fyrir iðkendur sem vilja æfa aukalega og vera enn tilbúnari fyrir handboltaveturinn. Námskeiðið er kl. 13:00-14:15. Beinn hlekkur á skráningu í Afreksskólann er hérna . Skólastjóri námskeiðanna er Patrekur Pétursson Sanko en ásamt honum verða okkar frábæru þjálfarar félagsins að þjálfa á námskeiðinu. Námskeiðin eru haldin í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.
27. júní 2025
Líkt og seinustu ár mun vera með Handboltaskóla Gróttu/KR í fjórar vikur, 28.júlí - 21.ágúst. Hægt verður að skrá sig á stakar vikur en það er einnig hægt að skrá sig á öll námskeiðin. Öll skráning á námskeiðið fer fram í ABLER. Skólinn er fyrir krakka f. 2014 - 2019 eða þau sem verða í 1. - 6.bekk næsta vetur. Krökkunum verður skipt upp eftir aldri þannig að öll njóti sín sem best. Byrjendur jafnt sem lengra komin eru velkomin. Krakkarnir eru beðnir um að taka með sér nesti. Námskeiðið er frá kl. 9:00-12:00 en við bjóðum upp á gæslu frá kl. 8:00-9:00 og síðan aftur 12:00-13:00. Gæslan kostar 2000kr. Námskeiðið fer fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Við bjóðum einnig upp á Afreksskóla Gróttu/KR sem er fyrir iðkendur í 7. - 10.bekk næsta vetur, f. 2010 - 2013. Afreksskólinn er kl. 13:00-14:15. Skólastjóri á námskeiðinu er Patrekur Pétursson Sanko en auk hans verða þjálfarar félagsins og góðir gestir.
2. júní 2025
Á dögunum fór fram seinasta mót vetrarins hjá stelpunum í 7.flokki kvenna. Mótið fór fram á Selfossi og stóðu stelpurnar sig gríðarlega vel. Þær hafa bætt sig mikið í vetur.
2. júní 2025
Á dögunum fóru strákarnir í 7.flokki í heimsókn til félaganna sinna á Seltjarnarnesi. Tekin var sameiginleg æfing og spil þar sem lagt var upp úr því að strákarnir kynntust enda sameinast hóparnir í 6.flokki. Það var ekki að sjá á öðru en að allir hafi skemmt sér vel. Það verður gaman að fylgjast með strákunum næstu árin.
12. maí 2025
Sameiginlegt lið KR og Gróttu í handbolta, 6. flokki karla yngri urðu Íslandsmeistarar í gær. Þetta er árangur sem endurspeglar ótrúlega liðsheild, leikgleði og samstöðu sem skilaði árangri yfir allt tímabilið. Við erum spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessum efnilegu meisturum. Þjálfarar flokksins eru Hannes Grimm, Gísli Örn Alfreðsson, Helgi Skírnir Magnússon og Bessi Teitsson. Á myndina vantar Kristofer Khan.
16. apríl 2025
Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar er til miðnættis 24. apríl nk., framboðum skal skila til framkvæmdarstjóra félagsins, Pálma Rafns Pálmasonar, palmi@kr.is
7. apríl 2025
Í dymbilvikunni verður boðið upp á Handboltaskóla Gróttu/KR. Skólinn fer fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi milli kl. 09:00-12:00 og er fyrir krakka í 1. - 6.bekk (f. 2018-2013). Skipt verður upp í hópa eftir aldri. Námskeiðsdagarnir eru: Mánudagur 14.apríl Þriðjudagur 15.apríl Miðvikudagur 16.apríl Þjálfarar í Páskahandboltaskólanum verða þjálfarar félagsins og leikmenn meistaraflokkanna. Öll eru velkomin, hvort sem þau hafi æft áður eða eru byrjendur. Skráning fer fram í Aber en beinn skráningarhlekkur er hérna: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzkxMzQ=
Lesa meira