HANDBOLTI

FRÉTTIR

Fréttir 

Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 30 Jan, 2024
7.flokkur karla lék á FH-móti síðastliðinn sunnudag þann 28. janúar. Við tefldum fram þremur liðum, tvö á eldra ári og eitt á yngra ári. Strákarnir stóðu sig með prýði og sýndu sínar bestu hliðar á mótinu og skemmtu sér konungslega. 7.flokkur karla æfir tvisvar sinnum í viku kl. 16:00-17:00 á mánudögum og miðvikudögum í íþróttahúsi Hagaskóla. Þjálfarar flokksins eru Antoine Óskar Pantano og Kári Benediktsson. Þeir taka þeir vel á móti öllum strákum sem vilja prófa æfingu.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 29 Jan, 2024
Þriðja mót vetrarins hjá 7.flokki kvenna var haldið helgina 27. - 28. janúar á Ásvöllum. Stelpurnar byrjaðu mótið af mikkum krafti með stórsigri í fyrsta leik. Næstu leikir gengu einnig vel og enduðu stelpurnar sáttar eftir gott mót. Stelpurnar sýndu miklar framfarir og geta verið stoltar af sinni frammistöðu á mótinu. Þjálfari flokksins er Katrín Scheving. Þær æfa tvisvar sinnum í viku í íþróttahúsi Hagaskóla. Æfingar: mánudögum og miðvikudögum kl. 15:00-16:00.  Allar stelpur fæddar 2014 og 2015 er velkomnar að prófa handboltaæfingar.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 09 Jan, 2024
Í tilefni af EM í handbolta karla vilju við bjóða öllum krökkum að koma í og prófa handbolta hjá KR þeim að kostnaðarlausu í janúar. Frábæru þjálfararnir taka vel á móti krökkunum. Sjá æfingatöflu: https://www.kr.is/handbolti Áfram KR, áfram Ísland og áfram handbolti
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 02 Jan, 2024
Kæru KR-ingar. Í upphafi nýs árs langar mig til þess að þakka fyrir allt það ómetanlega starf sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið. Við vitum að starfsemi félagsins byggir ekki síst á velvild og þeim samtakamætti sem finna má innan KR fjölskyldunnar. Markmið KR fyrir komandi ár eru sem fyrr skýr, að gera KR að því stórveldi sem það er og hefur verið. Slíkt verkefni er langhlaup. Það vita fáir betur en KR-ingar. En ég heiti því gera það sem í mínu valdi stendur til þess að það takist. Á þessu ári á KR 125 ára afmæli og á því ári munum við taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsi. Því miður hefur KR setið eftir, eitt Reykjavíkurfélaganna, þegar kemur að aðstöðumálum, en nú er það forgangsmál að lyfta grettistaki í þeim málum, jafnt sem í viðhaldi og nýframkvæmdum. Með sameiginlegu átaki tekst okkur allt, við höldum kát og full bjartsýni inn í nýtt ár.  Gleðilegt ár kæru KR-ingar og takk fyrir árið sem var að enda. Þórhildur Garðarsdóttir Formaður KR
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 04 Dec, 2023
HM í handbolta kvenna hófst með leik Íslands og Slóveníu sl. fimmtudag. Í tilefni af því að íslenska kvennalandsliðið keppur á HM þá býður KR og Grótta/KR öllum stelpum sem vilja koma og prófa handbolta frítt á æfingar á meðan mótið stendur yfir. Mótinu lýkur með úrslitaleik þann 17.desember. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á RÚV. Æfingatöflu KR má finna hér: https://www.kr.is/handbolti  Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 22 Nov, 2023
Þann 28. nóvember nk. eru 50 ár frá stofnun KR Kvenna. Af því tilefni verður opið hús í Félagsheimili KR milli kl. 20-22 þann sama dag. Léttar veitingar í boði, söngur og samvera. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 11 Nov, 2023
KR býður öllum iðkendum Grindavíkur endurgjaldslaust á æfingar hjá öllum deildum félagsins. Æfingatöflur má finna á heimasíðu KR undir hverri deild fyrir sig. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum á þessum óvissutímum. Við sendum ykkur öllum okkar bestu strauma og baráttukveðjur.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 04 Nov, 2023
Handboltadeild KR er með vinavikur frá 6.-19. nóvember nk. Á vinavikum hvetjum við alla sem æfa handbolta í KR að bjóða vinum eða vinkonum að koma með sér á æfingar án endurgjalds. 
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 26 Oct, 2023
Á fundi sameiginlegrar byggningarnefndar KR og Reykjavíkurborgar síðastliðinn þriðjudag var tekið stórt skref í uppbyggingu fjölnota íþróttahús á KR svæðinu. Borgin hefur nú samþykkt að hefja forval þar sem kallað er eftir aðkomu verktaka að framkvæmdum við húsið. Forvalið fer fram í nóvember og að því loknu fá 4-5 verktakar afhent útboðsgögn er grundvallar tilboð þeirra í verkið. Mun þá byggingarnefnd yfirfara tilboð og að óbreyttu taka hagstæðasta tilboði.  Verkið verður eins og áður hefur komið fram unnið í svokölluðu alútboði þar sem lokahönnun og framkvæmd er á hendi sama aðila. Hér er um stórt skref að ræða og ljóst að það styttist í að framkvæmdir hefjist á svæðinu.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 20 Oct, 2023
Þetta var fyrsta mót vetrarins hjá flokknum og stelpurnar spenntar að byrja loksins að keppa. Stelpurnar mættu með eitt lið til leiks og spiluðu fjóra leiki. Mótið gekk mjög vel, stelpurnar sýndu hvað þær gátu og nokkrar nýjar fengu að spreyta sig á móti í fyrsta skipti. Þjálfari 7.flokks kvenna er Katrín Scheving. Æfingar flokksins eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:00-16:00 í íþróttahúsi Hagaskóla.  Allar eru velkomnar að koma og prófa.
Lesa meira
Share by: